Saga - 2017, Page 65
menn fyrir sig að eiginkonur þeirra, sem ári áður höfðu viljað flytja
með þeim til Grænlands, væru óviljugar til þess nú.63 Þeir fáu sem
vildu flytja búferlum settu það skilyrði að fleiri væru með í för því
langflestir voru dottnir úr skaftinu og hætt við að menn stæðu eftir
einir á leið til Grænlands.
Í Hnappadalssýslu tók Steindór Helgason sýslumaður þingsvitni
og sagði nánast alla óviljuga að fara til Grænlands nema Guðmund
Sigmundsson á Hraunholtum. Guðmundur sagðist standa við loforð
sitt ef hann fengi góða meðgjöf í fæði og fatnaði og það sem nauð -
synlega þyrfti til búsetu. Í lýsingu á Guðmundi dregur Stein dór held-
ur úr að hann sé vænlegur landnemi á Grænlandi er hann ritar:
Manssens asigkomulag, og Hans stand er þannenn, örfatæk ur, burda -
Lÿtell, briostveÿkur, FrammkvæmdarLÿtell til Lands og siöar vinnu,
enn þö ölatur, þad sem hann kann ad giöra, Hanns kvinna Heÿter
Setzelia Magnuβdotter, Hennar alldur Nú 28 ära gömul þeirra born
Gudrun ecke ärs gamallt, búa ä Hraunholltumm i kolbeinstada Hrepp.
Jón Gunnarsson sagðist ennþá vera „viliug ur vid sinne lofun, Sam -
vitsku Sturlun og vanmätt sinnar konu, ad fara i framande okundt
Land med valla ärs gomlu barne, og seiger hana þar til ölldunges
oviliuga“.64
Menn báru fyrir sig ýmsar afsakanir til að komast hjá því að efna
loforðið frá árinu áður um að flytja til Grænlands. Einhverjir höfðu
dáið á umliðnu ári, aðrir stríddu við sjúkdóma, báru ábyrgð á veik-
um fjölskyldumeðlimum, foreldrum eða jafnvel veikum húsbænd-
um. Auk þess var eitthvað um að menn hefðu flutt sig í aðrar sýslur
og því erfitt að ná til þeirra. Í bréfi Fuhrmanns til Gyldencrone stift-
amtmanns þann 19. september 1729 kemur fram að hann hafi átt í
vandræðum með að sannfæra landsmenn um kosti Grænlands
vegna þeirra sögusagna sem gengu um landið.65 Séra Þórður Þórðar -
son varpaði nokkru ljósi á málið í Hvammsannál:
Nýjungar þær komu, að fólk var víða, bæði gipt og ógipt, registrerað,
áhvatt og uppskrifað til Grænlandsferðar, að það fari þangað á næst-
komandi ári til búskapar. Er sagt, að einn norskur prestur hafi þar verið
í næstu 12 ár, og svo nokkuð fólk annað. En það sem segist af lands -
hætti og Skrælingjum þar er langt og nokkuð óvíst að skrifa.66
manntalið 1729 og fyrirætlanir … 63
63 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 14.9.1730.
64 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 12.9.1729.
65 ÞÍ. Amt. I. 5. bd. — Bréfabækur amtmanna 1718–1769, bls. 288–294.
66 Þórður Þórðarson, „Hvammsannáll 1707–1738“, bls. 703.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 63