Saga - 2017, Page 66
Steindór Helgason, sýslumaður í Hnappadalssýslu, hitti sennilega
naglann á höfuðið og kom því í orð sem hræddi fólk frá því að
standa við loforð sín frá árinu áður:
Daufleÿke folksens til þeirrar Reÿsu ordsakast mest af afspurn Lands -
ens einne og annare, er þad Sÿdann i firra hefur þottst fornema, og þar
ad auke ad þad follk, er ei allt til samanns sem hiedann ä ad fara og
ecke Sÿst þar eingenn Iβlendskur Prestur þängad Reiser, sem þad
upfræde i Sÿnumm Säluhialpar efnumm ï so Langt fräliggiande Lande,
og allra hellst ad hans kongl Näd vill öngvann Naudugann þar til
bruka.67
Niels Fuhrmann amtmanni var orðið ljóst að Íslendingar voru frem-
ur afhuga flutningum til Grænlands. Á þessu eina ári, sem liðið var
frá því að málið kom fyrst til tals á Íslandi og fólk var krafið svara
um tilboð konungs, höfðu farið á kreik ýmsar sögusagnir um lífið á
Grænlandi. Málið bar brátt að árið 1729 og gafst fólki ekki tóm til að
velta því fyrir sér en á þessu ári sem síðan leið gafst fólki ráðrúm til
að hugsa málið. Hugsast getur að fréttir af bágum aðstæðum nor-
rænu landnemanna sem héldu til Grænlands árið 1728 hafi borist til
Íslands. Í bréfi Niels Fuhrmanns til Gyldencrone stiftamtmanns,
þann 26. ágúst 1730, kemur fram að hann hafi að vísu ekki fengið öll
gögn um afstöðu fólks til baka frá sýslumönnunum en átti sig á að
flestir hafi skipt um skoðun.68 Mánuði síðar virðist Fuhrmann orð -
inn sammála sýslumönnunum Steindóri Helgasyni og Jens Spend -
rup en þá ritar hann stiftamtmanni að með tilliti til hagsmuna kaup-
manna og íbúa landsins þá sé ekki forsvaranlegt að missa dugleg-
ustu mennina úr landi heldur sé nauðsynlegt að halda þeim á land-
inu sem hafi kunnáttu til að sækja sjóinn eða stunda smíðar. Fuhr -
mann nefnir sem dæmi sagnir um að erfitt sé að afla sér lífsbjargar
á Grænlandi. Og þar sem amtmanni sé ekki leyfilegt að beita neins
konar þvingunum geti hann alls ekkert aðhafst frekar í málinu.
Fuhrmann nefnir einnig þá vankanta sem hann sér á því að afla
birgða á Íslandi sem flytja eigi með fólkinu í aprílmánuði. Á þeim
árstíma er grasvöxtur ekki hafinn og því lítið um hey til að gefa með
fólkinu auk þess sem erfitt sé þá að flytja fólk á milli landshluta.
Einnig sé vandkvæðum bundið að útvega smjörbirgðir á þessum
árstíma til eins og hálfs árs vistar og hafi Jón Árnason, biskup í Skál -
kristrún halla helgadóttir64
67 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 12.9.1730.
68 ÞÍ. Stiftamt. III nr. 69 — Bréf amtmanns til stiftamtmanns 1704–1769, 26.8.1730.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 64