Saga - 2017, Page 76
Saga LV:1 (2017), bls. 74–112
þorgerður h. þorvaldsdóttir
„Því miður eruð þér ekki á kjörskrá.“
Samtvinnun sem greiningartæki
í sagnfræði1
Femínískar kenningar um samtvinnun hafa notið mikilla vinsælda
undanfarna áratugi og verið notaðar þvert á landamæri og fagsvið.
Enn sem komið er hefur þeim þó lítið verið beitt við rannsóknir á sögu
Íslands. Í þessari grein verður gerð grein fyrir kenningum og aðferðum
samtvinnunar og þeim beitt til þess rýna með gagnrýnum hætti í
„sigur göngusöguna“ um kosningarétt kvenna sem fékkst þann 19. júní
1915. Í fyrstu var aldurtakmark nýrra kjósenda, kvenna og vinnu -
manna, takmarkað við 40 ára aldur og allt til ársins 1934 missti fátækt
fólk, sem var í skuld fyrir sveitarstyrk, kosningarétt sinn og kjörgengi.
Í upphafi voru kyn, aldur og stétt því samtvinnaðir þættir sem tak-
mörkuðu með afgerandi hætti lýðræðisréttindi fólks. Með því að beita
aðferðum samtvinnunar og „spyrja öðruvísi spurninga“ um þær hindr-
anir sem sumar konur (og karlar) stóðu frammi fyrir eftir að kosninga-
rétturinn var í höfn kom þó fram margslungnari mynd. Félags bundin
valdamismunun, sem varð til í kringum þætti eins og hjúskaparstöðu,
„ómegð“, aldur, fötlun og heilsufar, var samtvinnuð kyni og stétt og
mótaði samfélagslega stöðu fólks og takmarkaði möguleika þess til að
stíga fram sem pólitískir þegnar og gerendur í samfélaginu. Til þess að
varpa ljósi á það hvernig samtvinnun virkaði í raun verður kastljósinu
sérstaklega beint að nokkrum konum sem neyddust til þess að þiggja
sveitarstyrk vegna langvarandi eða tímabundinna erfiðleika sem
tengd ust veikindum eða makamissi og barnafjölda. Fyrir vikið voru
þær sviptar hinum nýfengna kosningarétti um lengri eða skemmri
tíma.
1 Greinin er hluti af rannsóknarverkefninu „Í kjölfar kosningaréttar. Félags- og
menningarsöguleg rannsókn á konum sem pólitískum gerendum 1915–2015“,
sem styrkt er af Rannís, verkefnisnúmer 174481-051. Að rannsókninni vinna,
ásamt greinarhöfundi, sagnfræðingarnir Erla Hulda Halldórsdóttir og Ragn -
heiður kristjánsdóttir auk Hönnu Guðlaugar Guðmundsdóttur, doktorsnema í
sagnfræði. Verkefnið hefur einnig notið styrks frá EDDU öndvegissetri við
Háskóla Íslands.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 74