Saga - 2017, Page 80
Samtvinnun — saga hugtaksins og skilgreining
Hugtakið intersectionality, sem þýtt hefur verið á íslensku sem sam-
tvinnun eða skörun, var fyrst sett fram árið 1989 af kimberlé Cren -
shaw, svörtum femínískum lögfræðingi, þar sem hún fjallaði um
jaðarsetningu svartra kvenna þegar kom að löggjöf og úrræðum
gegn heimilisofbeldi. Hugtakið setti hún fram sem andsvar eða
viðbót við hefðbundna sjálfsmyndarpólitík (e. identity politics), sem
fram að því hafði verið sá öxull sem knúði baráttuhreyfingar
kvenna og minnihlutahópa. Samkvæmt henni er grunnstefið í allri
sjálfsmyndarpólitík sá skilningur að tiltekin (kúgunar)ferli séu
félags leg og kerfisbundin, í stað þess að litið sé á þau sem einstak-
lingsbundin og einangruð.7 Lausnin, sem Crenshaw benti á, var
ekki að kasta hugmyndum um félagslegar sjálfsmyndir fyrir róða
heldur vera meðvituð um að þær mótast ávallt í samspili eða skör-
un við aðrar sjálfsmyndir.8 Með því að beita samtvinnaðri nálgun
sýndi Crenshaw fram á að þegar skoða átti aðgengi svartra lágstétt-
arkvenna í Bandaríkjunum að lagalegum og félagslegum úrræðum
vegna heimilisofbeldis reyndust kyn, kynþáttur og stétt samtvinn -
aðir þættir sem ógerningur var að skilja í sundur. Valdastofnanir
samfélagsins, en einnig félagslegar réttindahreyfingar eins og kvenna -
hreyfingin (sem að mestu var samsett af hvítum millistéttarkonum)
og baráttuhreyfingar svartra (sem einblíndu á svarta karlmenn og
tóku málið ekki upp vegna þess að þar með var fókusinn settur á
hinn svarta ofbeldismann), litu framhjá vanda svartra kvenna úr
lágstétt. Sam tvinnun kynþáttar, stéttar og kyns gerði þær og vanda-
málin sem þær stóðu frammi fyrir því ósýnileg á öllum víg stöðv -
um.9
þorgerður h. þorvaldsdóttir78
færðar upp á íslenskt samfélag við upphaf 20. aldar, hefur sú leið verið farin að
nota þau hugtök sem birtast í rannsóknargögnunum bæði sem sam heiti yfir
mismununarbreytur og til þess að lýsa tilteknum einstaklingum, enda þótt sum
þeirra hugtaka virki framandi, neikvæð og skrýtin í dag.
7 kimberlé Crenshaw, „Demarginalizing the Intersection of Race and Sex: A Black
Feminist Critique of Antidiscrimination Doctrine, Feminist Theory and
Antiracist Politics“, University of Chicago Legal Forum (1989), bls. 139–167.
8 kimberlé Crenshaw, „Mapping the Margins: Intersectionality, Identity Politics,
and Violence Against Women of Color“, Critical Race Theory: The Key Writings
That Formed the Movement. Ritstj. kimberlé Crenshaw, Neil Gotanda, Gary Peller
og kendal Thomas (New york: The New Press 1995), bls. 357–383.
9 Crenshaw, „Mapping the Margins”, bls. 357–383.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 78