Saga - 2017, Síða 81
Á þeim tæpu þrjátíu árum sem liðin eru síðan hugtakið kom fyrst
fram hefur það náð mikilli útbreiðslu og ferðast þvert á faggreinar og
landamæri. Til marks um það skipta ráðstefnur og ráð stefnuerindi,
tímaritsgreinar, bækur, bókakaflar, námskeið og málstofur sem hafa
orðið intersectionality sem hluta af titli nú hundruð um.
Á Íslandi var tímaritið Vera í fararbroddi þegar kom að því að
ræða þá margþættu mismunun sem samtvinnun er ætlað að ná yfir.
Árið 2004 kom út þemaheftið „Jafnrétti fyrir alla“ og þar birtist m.a.
viðtalið „Þrefalt ómark að vera 1kona, 2fötluð og 3lesbía“ en það er
ein fyrsta íslenska tilraunin til þess að fanga samtvinnaðan veru -
leika. Hugtakið samtvinnun var þó ekki notað enda var íslenska
þýðingin ekki komin fram.10 Um svipað leyti tóku kenningar um
samtvinnun að ryðja sér til rúms innan íslensks fræðasamfélags og
hafa þær til dæmis verið notaðar í fötlunarfræðum,11 kynjafræðum12
og lögfræði.13 Innan mannfræðinnar virðist hugtakið skörun fremur
notað en samtvinnun.14 Samtvinnun hefur til skamms tíma lítið eða
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 79
10 Sjá Elísabet Þorgeirsdóttir, „Þrefalt ómark að vera 1kona, 2fötluð og 3lesbía“,
[Viðtal við Jóhönnu Björgu Pálsdóttur og Lönu kolbrúnu Eddudóttur.] Vera
23:3 (2004), bls. 24–27.
11 Sjá t.d. Rannveig Traustadóttir, „Fötlunarfræði: Aðferðir og áskoranir á nýju
fræðasviði“, Rannsóknir í félagsvísindum IV. Félagsvísindadeild. Ritstj. Friðrik H.
Jónsson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003), bls. 343–354; kristín Björnsdóttir,
„„Ég fékk engan stuðning í skólanum.“ Fötlun, kyngervi og stétt“, Fléttur III.
Jafnrétti, menning, samfélag. Ritstj. Annadís Gréta Rúdólfsdóttir, Guðni Elísson,
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Irma Erlingsdóttir (Reykjavík: Rannsóknar -
stofnun í jafnréttisfræðum og Háskólaútgáfan 2014), bls. 233–257.
12 Sjá t.d. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „Jafnréttishugtakið — of vítt eða of
þröngt? Um verkefni og markhópa í íslensku jafnréttisstarfi“, Rannsóknir í
félagsvísindum VI. Félagsvísindadeild. Ritstj. Úlfar Hauksson (Reykjavík: Félags -
vísindastofnun Háskóla Íslands 2005), bls. 323–331; Þorgerður H. Þorvalds -
dóttir, „Jafnrétti fyrir alla“, Rannsóknir í félagsvísindum VIII. Ritstj. Gunnar Þór
Jóhannesson (Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2007), bls. 403–
414; Þorgerður Einarsdóttir og Guðný Gústafsdóttir, „Innflytjendastefna ríkis-
stjórnarinnar í ljósi þegnréttar og kyngervis“, Rannsóknir í Félagsvísindum IX.
Ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir (Reykjavík: Félagsvís -
indastofnun Háskóla Íslands 2008), bls. 345–356.
13 Sjá t.d. Oddný Mjöll Arnardóttir, „Vernd gegn mismunun í íslenskum rétti:
Breytinga er þörf“, Tímarit lögfræðinga 59:1 (2009), bls. 51–83.
14 Sjá t.d. kristín Loftsdóttir, „Skörun kynþáttafordóma og þjóðernishyggju: Fólk
af afrískum uppruna á Íslandi“, Rannsóknir í félagsvísindum XII. Ritstj. Ása
Guðný Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga Ólafsdóttir (Reykjavík:
Félags vísindastofnun Háskóla Íslands 2011), bls. 373–380.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 79