Saga - 2017, Blaðsíða 82
ekkert verið notuð á vettvangi íslenskrar sagnfræði. Undantekning
er nýleg grein Írisar Ellenberger um félagið Íslensk-lesbíska og mót-
un lesbískrar sjálfsveru á níunda áratug 20. aldar, sem birtist í Sögu
árið 2016, en þar notar Íris hugtökin skörun og samtvinnun jöfnum
höndum.15
Fræðikonan kathy Davis skýrir vinsældir samtvinnunarhug-
taksins í vestrænu samhengi meðal annars með því að það fjallar
um viðfangsefni sem lengi hefur verið miðlægt í femínískum
fræðum, þ.e. margbreytileika kvenna.16 Þá má beita hugtakinu á
vítt svið rannsóknarefna, bæði þar sem horft er á einstaklinginn í
nærsamfélaginu (e. micro studies) og til að greina meginstrauma
í samfélag inu í víðara samhengi (e. macro studies) í fortíð og nútíð.
Í því sambandi bendir þýska fræði konan Gudrun-Axeli knapp á að
kenningum um samtvinnun hafi fyrst og fremst verið beitt til að
skoða og greina hið einstaklingsbundna svið en að þær hafi aðeins
að takmörkuðu leyti verið yfirfærðar á stórsamfélagið. Hún full -
yrðir að þar liggi ónýtt tækifæri því slík yfirfærsla myndi gera fræði -
mönnum kleift að spyrja nýrra og áleitinna spurninga um það
hvernig kyngerð valdatengsl, gagnkynhneigð samfélagsskipan,
stéttatengsl og staðlaðar hugmyndir um kynþætti og/eða etnískan
uppruna eru samofnar kerfislægri og stofnanalegri uppbyggingu
hvers samfélags.17
En hvernig hefur hugtakið samtvinnun verið skilgreint? Sam -
tvinnun hefur verið notuð sem kenning og aðferða fræði til þess að
skoða hvernig félags- og menningarbundin valda mismunun, sem
verður til í kringum stofnanabundnar og/eða félagsmótaðar breytur
byggðar á kyngervi, þjóðerni, kyn þætti, stétt, kynhneigð, fötlun,
heilsu, aldri, stétt, trúarbrögðum, búsetu o.s.frv. samtvinnast og
móta hver aðra, og skapa þar með ný form af félagslegum ójöfn uði
og mis rétti.18 Gengið er út frá því sem grundvallarforsendu að allir
þorgerður h. þorvaldsdóttir80
15 Íris Ellenberger, „Lesbía verður til. Félagið Íslensk-lesbíska og skörun kyn-
hneigðar og kyngervis í réttindabaráttu á níunda áratug 20. aldar“, Saga LV:2
(2016), bls. 7−53.
16 kathy Davis, „Intersectionality as Buzzword: A Sociology of Science Per spec -
tive on What Makes a Feminist Theory Successful“, Feminist Theory 9:1 (2008),
bls. 67–85.
17 Gudrun-Axeli knapp, „Race, Class, Gender: Reclaiming Baggage in Fast Trav -
elling Theories“, European Journal of Women’s Studies 12:3 (2005), bls. 249–265.
18 Þessi skilgreining er samsett úr tveimur skilgreiningum sem Nina Lykke hefur
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 80