Saga - 2017, Side 84
sem fluttur var í Reykjavík á vegum Thorvaldsens félagsins árið
1885. Í blöðum var sagt að 120 manns hefðu sótt fyrirlesturinn21
sem síðar var gefinn út á sérprenti. Annað sögulegt dæmi eru
áhersl ur sósíalískra kvennahreyfinga, við lok 19. aldar og upphaf
þeirrar 20., á samtvinnun kyns og stéttar en þar hafa ræður og skrif
rússneska sósíalistans og baráttukonunnar Alexandra kollontai sér-
staklega verið nefndar.22 Áherslum á samspil félags- og menning-
arbundinna þátta sem valda mismunun óx síðan aftur fiskur um
hrygg á sjö unda og áttunda áratug 20. aldar þegar konur sem ekki
tilheyrðu hinum hvíta meirihluta,23 sér í lagi róttækir svartir fem-
ínistar í Bandaríkjunum, fóru að skoða hvernig kynþáttur og kyn-
gervi samtvinnuðust. Mikilsverður bautasteinn á þeirri vegferð er
fræg stefnu yfirlýsing svartra lesbískra kvenna, The Combahee River
Collective í Boston frá 1977, þar sem því er lýst hvernig konur verða
að sameinast í baráttunni gegn rasisma, sexisma, gagnkynhneigðar-
hyggju og stéttamismunun sem samtvinnast og setja lífi þeirra
skorður.24 Um svipað leyti spruttu upp marxískar og sósíalískar
kvennahreyfingar sem skoðuðu samtvinnun kyns og stéttar og
grasrótarsamtök lesbískra femínista sem lögðu áherslu á samspil
kyns og kynhneigð ar.25 Þótt allar þessar þreifingar hafi verið komn-
ar fram löngu áður en hugtakið samtvinnun varð til telur danski
prófessorinn Nina Lykke að mikill fengur sé að hugtakinu. Hún
talar um það sem núningsflöt eða kenningalegan útgangspunkt
(e. joint nodal point) sem ólíkar femínískar rannsóknahefðir geta
þorgerður h. þorvaldsdóttir82
baráttan í söngvum, sem flutt var í Ríkisútvarpinu, Rás 1, 2015, í tilefni af 100
ára afmæli kosningaréttar kvenna. Undirtitill fyrsta þáttar var „Er ég þá ekki
kona“ en þar kom ræða Sojourner Truth fyrir undir lok þáttarins. Við vinnslu
greinarinnar hafði ég samband við Unu Margréti til þess að leita eftir frekari
upplýsingum, sem hún veitti fúslega, og eru henni færðar bestu þakkir.
21 Sjá t.d. Ísafold 22. júlí 1885, bls. 121, og Fjallkonan 27. júlí 1885, bls. 56.
22 Sjá Lykke, Feminist Studies, bls. 77–78.
23 Segja má að hinsegin konur geti þar fallið undir þetta hugtak líka því að á sjö-
unda og áttunda áratug 20. aldar tilheyrðu þær sannarlega ekki meirihluta-
samfélaginu, alveg óháð hörundslit.
24 Vef. The Combahee River Collective Statement, sótt 2. febrúar 2017: http://
americanstudies.yale.edu/sites/default/files/files/keyword%20Coalition_Rea
dings.pdf
25 Helma Lutz, Maria Teresa Herrera Vivar & Linda Supik (ritstj.), „Framing
Intersectionality: An Introduction“, Framing Intersectionality: Debates on a Multi-
Faceted Concept in Gender Studies (Farnham: Ashgate 2011), bls. 1–4.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 82