Saga - 2017, Síða 85
sameinast um og unnið með án þess að ein nákvæm skilgreining sé
niðurnegld.26
Samtvinnunarhugtakið, vinsældir þess og útbreiðsla, er þó hvergi
nærri óumdeilt. Hvítir (evrópskir) femínistar hafa verið gagnrýndir
fyrir að gera lítið úr eða tala niður uppruna hugtaksins sem byggir
á reynslu svartra kvenna og eftirnýlendufemínisma (e. postcolonial
feminism). Í því samhengi hefur breska fræðikonan Gail Lewis bent
á að hugtakið kynþáttur (e. race) sé nú að mestu horfið úr femínískri
orðræðu um samtvinnun í Evrópu. Í staðinn sé talað um „etni“,
„menningarmun“ eða „trúarbrögð“ sem forsendur mismununar og
hefur sú jaðarsetning kynþáttarhugtaksins verið harðlega gagnrýnd.27
Loks hefur því verið haldið fram að hugtakið samtvinnun sé notað
til þess að breiða yfir átök og valdatogstreitu meðal femínískra
fræði manna og að kenningum um samtvinnun hafi verið hampað
og haldið á lofti til þess að bjarga kynjafræðum, sem án þeirra væru
deyjandi fræðigrein.28
Samtvinnun: aðferð til að flækja málið
og spyrja öðruvísi spurninga
Sjálf kynntist ég hugtakinu samtvinnun fyrst vorið 2004 er ég sat
námskeið hjá kathy Davis, prófessor í kynjafræðum við háskólann
í Utrecht í Hollandi. Hún kynnti hugtakið sem aðferð eða tæki til
þess „að flækja málið“ og „spyrja öðruvísi spurninga“ (e. asking the
other question). Það var femínískur lögfræðingur, Maria Matsuda,
sem fyrst kynnti þessa einföldu aðferð. Hún lagði áherslu á að fræði -
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 83
26 Nina Lykke, „Intersectional Analysis: Black Box or Useful Critical Feminist
Thinking Technology?“, Framing Intersectionality: Debates on a Multi-Faceted
Concept in Gender Studies. Ritstj. Helma Lutz, Maria Teresa Herrera Vivar og
Linda Supik (Farnham: Ashgate 2011), bls. 207–220, einkum bls. 208–210.
27 Gail Lewis, „Unsafe Travel: Experiencing Intersectionality and Feminist Dis -
placements“, Signs 38:4 (2013) bls. 869–892. Sjá einnig; kimberlé Crenshaw,
„Postscript“, Framing Intersectionality. Debates on a Multi-Faceted Concept in
Gender Studies. Ritstj. Helma Lutz, Maria Teresa Herrera Vivar og Linda Supik
(Farnham: Ashgate 2011), bls. 221–233.
28 Maria Carbin og Sara Edenheim, „The Intersectional Turn in Feminist Theory:
A Dream of a Common Language?“ European Journal of Women’s Studies 20:3
(2013), bls. 233–248, einkum bls. 244–245. Sjá einnig; Sara Salem, „Inter section -
ality and its Discontents: Intersectionality as Traveling Theory“, European
Journal of Women’s Studies (2016), bls. 1–16.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 83