Saga - 2017, Page 86
menn staðnæmdust ekki við hið augljósa, sem fyrst blasti við,
heldur köfuðu dýpra og leituðu að „ósýnilegum flötum“ (e. blind
spots). Hún sagði:
Þegar ég sé rasisma þá spyr ég: hvar er feðraveldið og kvennakúgun í
þessu? Þegar ég horfi á kvennakúgun eða kynjamisrétti þá spyr ég:
hvernig birtist gagnkynhneigðarhyggjan hér? Þegar ég sé hatur og for-
dóma gagnvart hinsegin fólki þá spyr ég: hvar eru stéttaátök hér?29
Í námskeiðinu áttum við að skoða þau rannsóknarverkefni sem við
höfðum í farteskinu með gleraugum samtvinnunar, í stað þess að
nota bara hin margfrægu kynjagleraugu, og þar með flækja málið
með því að spyrja nýrra og óvæntra spurninga. Til þess að gera
langa sögu stutta varð þetta litla heimaverkefni kveikjan að doktors-
rannsókn minni í kynjafræðum sem fjallaði um „útvíkkun jafnrétt-
isstarfs“. Þar beitti ég femínískum kenningum um samtvinnun til
þess að skoða hvernig áherslur í jafnréttisstarfi hafa breyst frá því
að horfa á jafnrétti kynjanna eingöngu og yfir í það að sinna einnig
jafnrétti ýmissa minnihlutahópa og því sem kallað hefur verið marg -
þætt mismunun.30 Í rannsóknum mínum hef ég einkum notast við
kenningar sem lúta að stofnanavæðingu samtvinnunar (e. in stitu -
tionalizing intersectionality) og skoðað hvernig samtvinnun gagn ast
við lagasetningu og stefnumótun á sviði jafnréttis- og mannréttinda-
mála í samtímanum.31 Það reyndist talsverð áskorun að skipta um
þorgerður h. þorvaldsdóttir84
29 „When I see something that looks racist, I ask, ‘Where is the patriarchy in this?’
When I see something that looks sexist, I ask, ‘Where is the heterosexism in
this?’ When I see something that looks homophobic, I ask, ‘Where is the class
interest in this?’“ Maria Matsuda, „Beside My Sister, Facing the Enemy: Legal
Theory out of Coalition“, Stanford Law Review 43:6 (1991), bls. 1183–1192. Hér
vísað í Lykke, Feminist Studies, bls. 82. Þýðing höfundar.
30 Þorgerður H. Þorvalsdóttir, From Gender Only to Equality for All. A Critical Exa -
mination of the Expansion of Equality Work in Iceland (Reykjavík: Stjórn mála -
fræðideild Háskóla Íslands 2012).
31 Sjá t.d. Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „Jafnrétti fyrir alla. Eitt markmið, ólíkar
leiðir,“ Fléttur III. Jafnrétti, menning, samfélag. Ritstj. Annadís Gréta Rúdólfs -
dóttir, Guðni Elísson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Irma Erlingsdóttir
(Reykja vík: Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum og Háskólaútgáfan 2014),
bls. 285–309, og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir,
„Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar: Áskoranir, togstreita og tækifæri“,
Stjórnmál og stjórnsýsla 12:2 (2016), bls. 369–392. Vef. http://www.irpa.is/article/
view/a.2016.12.2.9/pdf, sótt 20. mars 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 84