Saga - 2017, Blaðsíða 87
kúrs og heimfæra slíkar kenningar upp á íslenskt samfélag á fyrri
hluta 20. aldar, enda hefur kenningum um samtvinnun að takmörk -
uðu leyti verið beitt í íslenskum sagnfræðirannsóknum hingað til.32
Þá veit ég ekki til þess að kenningum um samtvinnun hafi áður
verið beitt með markvissum hætti við rannóknir á sögu og þróun
kosningaréttar kvenna í vestrænu samhengi.
Inngangsgrein í þemahefti tímaritsins Du Bois review um sam-
tvinnun, frá 2013, reyndist hjálpleg þegar kom að því að færa kenn-
ingar um samtvinnun frá rannsóknum í samtímanum yfir á fortíð -
ina.33 Þar er bent á að kenningar um samtvinnun séu aldrei full -
smíðaðar heldur í stöðugri framrás eða hreyfingu. Þær séu alltaf
greiningartæki í mótun og það sé fræðimanna að móta þær og
sveigja til þess að þær þjóni og gagnist ólíkum rannsóknarefnum.
Stöðugt komi fram ný viðfangsefni, ný landsvæði og nýir valda -
strúktúrar og valdatengsl þar sem aðferðir eða kenningar um sam-
tvinnun geti komið að gagni við að dýpka skilning okkar og vitund
um það hvernig ólíkar félags- og menningarbundnar breytur geti
skarast og samtvinnast og þannig takmarkað (eða stundum aukið)
aðgengi fólks að samfélagslegum gæðum. Það er í ljósi þessa sem ég
ákvað að skoða kosningarétt kvenna og takmarkanir hans í ljósi
kenninga um samtvinnun.
Mikilvægur áherslupunktur, sem hafa þarf í huga þegar spurt er
hvernig samtvinnuð nálgun geti nýst við rannsóknir (þar með talið
sagnfræðirannsóknir), var settur fram í inngangsgrein í þemahefti
tímaritsins Signs árið 2013, Intersectionality: Theorizing power, Empo -
wering Theory. Þar var bent á að ekki sé nóg að setja hugtakið fram,
rekja sögu þess og vísa í leiðandi fræðikonur á sviðinu. Sam tvinnun
þurfi að beita með virkum hætti sem kenningu eða tæki til þess að
skoða og skilja hvernig völd og valdatengsl móta og mótast í
tengslum við ólíkar samfélagsbreytur sem standa á síkvikum ási
miðju og jaðars: „Áherslan þarf því að vera á hvað samtvinnun gerir,
ekki hvað samtvinnun er.“34
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 85
32 Mikilsverð undantekning þar á er nýleg grein Írisar Ellenberger, „Lesbía verð ur
til“, bls. 7–53, sem að framan var getið.
33 Devon W. Carbado, kimberlé Crenshaw, Vickie M. Mays og Barbara Tomlin -
son, „Intersectionality. Mapping the Movements of a Theory“, Du Bois Review
10:2 (2013), bls. 303–312.
34 „Emphasizes what intersectionality does rather than what intersectionality is.“
Sumi Cho, kimberlé Crenshaw og Leslie McCall, „Towards a Field of Inter -
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 85