Saga - 2017, Side 88
Eins og fram hefur komið er samtvinnunarhugtakinu yfirleitt
beitt til þess að skoða margfalda minnihlutastöðu. Í því sambandi
hefur jafnvel verið talað um „Oppression Olympics“, svo notað sé
lýsandi en illþýðanlegt hugtak femíníska rithöfundarins og aktívist-
ans Elizabeth Martinez, um baráttu ólíkra minnihlutahópa um at -
hygli og virðingu, sem byggði á því hvaða minnihlutastaða eða
kúgun væri verst.35 Því hefur verið spurt hvort hugtakið sé yfirleitt
nothæft til þess að skoða stöðu hvítra, gagnkynhneigðra millistéttar -
kvenna í Norður-Evrópu. Á stórri alþjóðlegri ráðstefnu, sem haldin
var 2009 í tilefni af 20 ára afmæli hugtaksins, var þessari spurningu
varpað fram og niðurstaðan var afdráttarlaust já. Samtvinnuð nálg-
un þýðir dýpri og ígrundaðri sýn þar sem flókin staða kvenna (sem
sannarlega er mismunað á grundvelli kyns en eru jafnframt í for-
réttindastöðu — sem hvítar, gagnkynhneigðar og úr millistétt) væri
skoðuð og greind í sögulegu og félagslegu samhengi.36 Fræðikonan
Paula Rothenberg dregur þann vagn reyndar lengra, en hún bendir
á að samtvinnun geti verið öflugt rannsóknartæki til þess að skoða
hvernig völdum og forréttindum er við haldið. Hvernig þeir sem til-
heyra réttu kyni, eru af réttum etnískum uppruna og þjóðerni og
hafa tiltekna stéttarstöðu og kynhneigð eru í yfirburðastöðu og fá
tækifæri og umbun sem öðrum samfélagshópum stendur ekki til
boða.37 Svo ekki sé talað undir rós er hér auðvitað verið að vísa til
þess hvernig forréttindastöðu hins hvíta, gangkynhneigða, ófatlaða
millistéttarkarlmanns er viðhaldið.
Loks hefur úttekt þýsku fræðikonunnar Ina kerner á því hvernig
aðferðum samtvinnunar hefur verið beitt í kynjafræðum í Þýska -
þorgerður h. þorvaldsdóttir86
sectionality Studies: Theory, Application, and Praxis”, Signs 38:4 (2013), bls.
785–810, einkum bls. 795. Þýðing og skáletrun höfundar.
35 Elizabeth Martinez, „Beyond Black/White: The Racisms of Our Times“, Social
Justice 20 (1993), bls. 22–34. Hér vísað í Myra Marx Ferree, „Inequality, Inter -
sectionality and the Politics of Discourse: Framing Feminist Alliances“, The
Discursive Politics of Gender Equality. Stretching, Bending and Policymaking. Ritstj.
Emanuela Lombardo, Petra Meier og Mieke Verloo (Abingdon: Routledge
2009), bls. 86–104, einkum bls. 86.
36 Gail Lewis, „Celebrating Intersectionality. Debates on a Multi-Faceted Con cept
in Gender Studies. Themes from a Conference“, European Journal of Women’s
Studies 16:2 (2009), bls. 203–210, einkum bls. 209.
37 Paula S. Rothenberg, „Learning to See the Interrelatedness of Race, Class, and
Gender Discrimination and Privilege: Implications for Policy and Practice”,
Lezinginbundel intersectionaliteit (Haag E-Quality 2003), bls. 17–28.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 86