Saga - 2017, Page 89
landi reynst hjálpleg.38 Hún beinir m.a. sjónum að því „hvað“ skuli
vera viðfangsefnið þegar kenningum um samtvinnun er beitt og
bendir á mikilsverðar áherslubreytingar. Í stað þess að einblína á
fyrirframskilgreinda jaðarhópa, t.d. svartar konur úr lágstétt, er nú
aukin áhersla á að skoða félagsleg ferli út frá samtvinnun. Dæmið
sem kerner notar sjálf eru dagvistarmál og aðgengi að skipulagðri
barnagæslu í Þýskalandi. Hún notar samtvinnun sem greiningar -
tæki til þess að skoða hverskonar hindranir koma í ljós og á hvaða
hópum þær bitna helst. Á svipaðan hátt má líta á kosningarétt og
kjörgengi á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar, eins og gert verður hér á
eftir, sem félagslegt ferli og skoða hverskonar samþættar hindranir
þar birtust, þ.e. hvaða samfélagshópum eða hverskonar fólki var ýtt
út af sviðinu í krafti samtvinnaðra mismununarþátta á borð við kyn,
aldur, stéttarstöðu, heilsufar, fötlun, hjúskaparstöðu og ómegð.39
Takmarkanir kosningaréttar og kjörgengis
í ljósi samtvinnunar
Þann 19. júní 1915 staðfesti kristján X., konungur Danmerkur og
Íslands, nýja stjórnarskrá með breytingum á lögum um kosningarétt
kvenna 40 ára og eldri. Auk þess var skilyrði um útsvarsgreiðslu,
sem takmarkað hafði rétt fátækra karla til að kjósa, afnumið og
vinnumenn 40 ára og eldri fengu kosningarétt.40 Með kosningarétti
og kjörgengi var konum í fyrsta sinn gert kleift að stíga inn á svið
pólitískra valda. Þar þurftu þær að aðlaga sig ríkjandi kerfi, feðra-
veldinu, og máta sig við heim sem var hvorki hannaður né sniðinn
fyrir þær. Bandaríski sagnfræðingurinn Joan Wallach Scott hefur
þannig lýst því hvernig samasemmerki var sett á milli einstaklings-
hugtaksins, karlmennsku og ríkisborgararéttar,41 og í íslensku sam-
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 87
38 Ina kerner, „Questions of Intersectionality: Reflections on the Current Debate
in German Gender Studies“, European Journal of Women’s Studies 19:2 (2012),
bls. 203–218.
39 Ekki er hefð fyrir því að nefna ómegð eða barneignir á listum yfir þær mis-
mununarbreytur sem kenningar um samtvinnun horfa til. Ómegð er hins
vegar breyta sem ítrekað kom fram í þeim gögnum sem ég vann með, enda
hafði hún afgerandi áhrif á lífsafkomu fólks og möguleika til framfærslu, og
því verður hún notuð hér.
40 Stjórnartíðindi 1915 A, bls. 19 (l. nr. 12/1915, 10. gr.).
41 Joan Wallace Scott, Only Paradoxes to Offer. French Feminists and the Rights of
Man (Harvard University Press: Cambridge 1996), bls. 5–7.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 87