Saga - 2017, Side 90
hengi hefur Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur bent á hvernig
hinn sanni Íslendingur var karlkyns.42 Í ríkjandi orðræðu tímabils -
ins birtist karlinn því sem norm, eða viðmið, en konan sem frávik.
Glöggt dæmi um slíkan málflutning má sjá í skýrslu Hagstofu
Ís lands um alþingiskosningar árið 1916. Þar er sagt frá því að
kosningarétturinn hafi verið rýmkaður mjög með stjórnarskrár-
breytingum frá 19. júní 1915: „Fengu hann bæði konur og hjú, og
útsvarsgreiðsla var afnumin sem skilyrði fyrir kosningarétti.“ Í
fram hald inu eru svo talin upp, í karlkyni, almenn skilyrði kosninga -
réttar ins:
Eru þá ekki önnur skilyrði fyrir kosningarrjetti en að kjósandinn sje 25
ára gamall, sje fæddur hjer á landi eða hafi átt hjer lögheimili í 5 ár, hafi
óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu 1 ár, sje fjár
síns ráðandi og ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk.
Loks er gerð grein fyrir frávikinu, undantekningunni frá hinni al -
mennu reglu:
Þó eru þær bráðabirgðatakmarkanir settar, að nýju kjósendurnir, konur
og þeir karlmenn, sem ekki höfðu kosningarrjett samkvæmt stjórnar-
skránni frá 1903, fá ekki kosningarrjettinn öll í einu, heldur í fyrstu að
eins þeir, sem eru 40 ára eða þar yfir, en á hverju ári lækkar þetta ald-
urstakmark um eitt ár þar til komið er niður að 25 ára takmarkinu eftir
15 ár.43
Árið 1918 gerðu Íslendingar og Danir með sér svokallaðan Sam -
bandslagasamning. Með honum fylgdi ákvæði um að jafna skyldi
ríkisborgararéttindi íbúa landanna. Í kjölfarið tók gildi ný stjórnar -
skrá árið 1920 sem færði öllum 25 ára og eldri kosningarétt, óháð
kyni og atvinnu.44 Þar með voru aldurstakmarkanir vegna kosn -
ingaréttar kvenna og vinnuhjúa felldar niður árið 1920, í stað 1931,
eins og verið hefði ef stjórnarskráin frá 1915 hefði haft sinn gang.45
Við það að þessi takmörkun var felld niður snarfjölgaði kvenkjós-
þorgerður h. þorvaldsdóttir88
42 Sigríður Matthíasdóttir, Hin sanni Íslendingur — þjóðerni, kyngervi og vald á
Íslandi 1900–1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004).
43 „Alþingiskosningar árið 1916. Ásamt aukakosningu árið 1917”, Kosninga -
skýrslur 1874–1946 (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1988), bls. 89.
44 Stjórnartíðindi 1920 A, bls. 14 (l. nr. 9/1920, 29. gr.).
45 Vef. „Sérstaða Íslands — 40 ára aldursákvæðið”, kvennasögusafn Íslands. Sótt
15. febrúar 2017: http://kvennasogusafn.is/index.php?page=serstada-islands
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 88