Saga - 2017, Qupperneq 91
endum og við alþingis kosn ingar 1923 gerðist það í fyrsta skipti að
karlkjósendur voru í minnihluta, 20.710 karlar á móti 23.222 kon-
um.46
Á fyrstu áratugum 20. aldar voru konur að reyna að fóta sig og
passa inn í skipulega formgerð vaxandi lýðræðissamfélags, sem í
grunnin var hannað og sniðið fyrir sjálfstæða „fjár síns ráðandi“
karl kyns einstaklinga, eins og áður var vikið að. Langtímaverk -
efnið, sem þær hafa síðan glímt við, hefur verið að hasla sér völl
innan ríkjandi kerfis, en um leið að endurhanna og endursmíða
íslenskt samfélag til þess að það rúmi bæði kyn á jafnréttisgrund-
velli. Til hliðar við það, stundum í samvinnu og sátt en stundum í
togstreitu, hefur farið fram barátta fyrir réttindum þeirra fjölbreyttu
jaðarsettu hópa sem einnig búa í samfélaginu. kyn er nefnilega
langt í frá eini áhrifaþátturinn í því hversu vel eða illa fólki hefur
gengið að öðlast full borgaraleg réttindi og atbeina í samfélaginu.47
Aðrir, konur og fólk úr minnihlutahópum, sem víetnamski/amer-
íski femínistinn og kvikmyndagerðarkonan Trinh Minh-ha hefur
skilgreint sem „hina óviðeigandi“ (e. the inappropriate others) í sam-
félaginu,48 gátu þannig ekki gert tilkall til einstaklingshugtaksins
vegna „náttúrulegra eiginleika“ sinna, sem komu í veg fyrir að þau
féllu að skilgreiningunni um rökhugsandi einstakling. Hverjir það
hafa verið er breytilegt, bæði í tíma og rúmi, en þar má t.d. nefna
fólk úr lágstétt, fátækt fólk, fólk sem glímir við heilsubrest eða fötl-
un, hinsegin fólk, innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna, fólk
sem tilheyrir framandi trúarbrögðum eða er trúleysingjar, fólk sem
er of ungt (eða gamalt) til að geta kallast rökhugsandi einstaklingar.
Allt eru þetta hópar sem kenningar um samtvinnun hafa haft í
brennidepli.
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 89
46 „Alþingiskosningar 1919–1923”, Kosningaskýrslur. Fyrsta bindi 1874–1946 (Reykja -
vík: Hagstofa Íslands 1988), bls. 179.
47 Um þessa togstreitu í nútímanum fjalla ég í doktorsritgerð minni From Gender
Only to Equality for All, einkum bls. 217–255.
48 Trinh T. Minh-ha, „She, the Inappropriated Other”, Discourse. Journal for Theo -
retical Studies in Media and Culture, (She, the Inappropriated Self: A Special Third
World Women Issue) 8 (1986/1987).
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 89