Saga - 2017, Qupperneq 92
Baráttan fyrir kosningarétti kvenna og
kjörgengi við upphaf 20. aldar
Talsvert hefur verið rætt og ritað um baráttuna fyrir réttindum
kvenna á seinni hluta 19. aldar og við upphaf 20. aldar og umræð una,
sem fram fór á Alþingi og úti í samfélaginu, í aðdraganda þess að
íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis 19. júní
1915.49 Hér verður ekki dvalið við þau pólitísku átök, aðeins stiklað
á stóru. Þess í stað verður sjónum beint að þeim takmörkun um sem
komu fram eftir að kosningarétturinn var í höfn og varpa skugga á
sögu sigurgöngunnar um kosningarétt kvenna. Með „sigurgöngu“
er átt við að sá mikli sigur sem vannst með kosningaréttinum árið
1915, sem hér er ekki dreginn í efa, hefur verið aðalvið fangsefni rann-
sókna á þessu sviði og „sigurgöngusagan“ var óneitanlega áberandi
þegar aldarafmælisins var minnst. Markmiðið hér er aftur á móti að
beina sjónum að öðrum hliðum þessarar sögu.
Eitt af því sem einkennt hefur umræðu um stöðu og réttindi
kvenna í alþjóðlegu samhengi er tvíbent og misvísandi afstaða sem
dregin hefur verið saman í hugtakaparinu „jafnræði“ og „mismun-
þorgerður h. þorvaldsdóttir90
49 Sjá t.d. í tímaröð: Gísli Jónsson, Konur og kosningar. Þættir úr sögu íslenskrar kven-
réttindabaráttu (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1977); Sigríður Th.
Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil: Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907–1992
(Reykjavík: kvenréttindafélag Íslands 1993); Auður Styrkársdóttir, Barátta um
vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908–1922 (Reykjavík: Háskóli Íslands,
Háskólaútgáfa 1994); Gunnar karlsson, „Um kvenréttindavilja íslenskra sveita -
karla á 19. öld”, Fléttur II. Kynjafræði — kortlagningar. Ritstj. Irma Erlings dóttir
(Reykjavík: Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum 2004), bls. 127–147;
Guðmundur Hálfdanarson, „kosningaréttur kvenna og afmörkun borgararéttar
— umræður um þátttöku og útilokun í íslenskum stjórnmálum”, Kosn inga -
réttur kvenna 90 ára. Erindi frá málþingi 20. maí 2005. Ritstj. Auður Styrkársdóttir
og kristín Ástgeirsdóttir (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands og Rannsóknar -
stofa í kvenna- og kynjafræðum 2005), bls. 22–41; Sigríður Matthíasdóttir,
„Uppnám og uppbrot. kvenfrelsisstefnan á árunum 1907–1911 og þáttur Hins
íslenska kvenfélags”, Kosningaréttur kvenna 90 ára. Erindi frá málþingi 20. maí
2005. Ritstj. Auður Styrkársdóttir og kristín Ástgeirsdóttir (Reykjavík: kvenna -
sögusafn Íslands og Rannsóknarstofa í kvenna- og kynja fræðum 2005), bls. 65–
77; Sigríður Matthíasdóttir, „karlar og viðhorf þeirra til kvenréttinda á Íslandi
um aldamótin 1900”, Ritið 8:1 (2008), bls. 33–61; Svanur kristjánsson, „Ísland
á leið til lýðræðis: Frá kvenfrelsi og frjálslyndis til feðraveldis”, Ritið 8:1 (2008),
bls. 63–90.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 90