Saga - 2017, Page 93
ur“ (e. equality vs. difference).50 Hún setti sterkan svip á baráttuna fyrir
kosningarétti kvenna við upphaf 20. aldar. Í annan stað var þeirri
orðræðu haldið á lofti að konur væru jafningjar karla og því væri það
sanngirnismál og sjálfsögð mannréttindi að þær fengju full pólitísk
réttindi og skyldur á sömu forsendum og karlar. Á sama tíma voru
uppi háværar raddir sem héldu á lofti hugmyndum um sérstöðu
kvenna og náttúrulegan kynjamun. Athygli vekur að í málflutningi
sínum héldu kvenréttindakonur iðulega báðum boltum á lofti sam-
tímis. Annars vegar kröfðust þær aukinna réttinda, kosningaréttar og
kjörgengis og réttar til mennta og embætta, á þeim grundvelli að þær
væru jafnokar karla á öllum sviðum og ættu því að hafa sömu réttindi
og skyldur. Á hinn bóginn lögðu þær áherslu á að konur væru sér-
stakar og öðruvísi en karlar (umhyggjusamar, hjartahlýjar og með
sterka siðferðiskennd) og vegna þessara sér stöku eiginleika væri
mikil vægt að rödd þeirra fengi að hljóma á hinu pólitíska sviði.51
Þar var kvenréttindafélag Íslands, sem nú fagnar hundrað og tíu
ára afmæli sínu, í lykilhlutverki en félagið var beinlínis stofnað til
þess að koma kosningarétti kvenna á dagskrá. kvenréttindakonan
og brautryðjandinn Bríet Bjarnhéðinsdóttir var þar í forsvari, eins og
Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur hefur bent á: „Enginn einn
Íslendingur átti meiri þátt í því að íslenskar konur fengu lagalegt
jafnrétti á við karla. Hún ruddi brautina, mótaði stefnuna og stjórn -
aði sjálf baráttunni.“52 En stuðningur karla skipti einnig miklu máli
því án fulltingis velviljaðra og réttsýnna karla, sem mótuðu þjóð -
málaumræðuna, sátu á Alþingi og settu lög, hefði kosningaréttur
kvenna seint áunnist. Í því sambandi hefur Gunnar karlsson sagn -
fræðingur sýnt fram á að „íslenskir sveitamenn 19. aldar voru fúsari
til að auka rétt kvenna en menntamenn í byrjun 20. aldar.“53 Þá
hefur Sigríður Matthíasdóttir bent á að á tímabilinu 1907–1911 hafi
stórviðburðir átt sér stað á sviði kvenréttinda á Íslandi. Árið 1907
fengu giftar konur í Reykjavík og Hafnarfirði kosningarétt og kjör-
gengi í bæjarstjórnarkosningum. Það skilaði sér síðan í fáheyrðum
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 91
50 Sigríður Matthíasdóttir, „karlar og viðhorf þeirra til kvenréttinda á Íslandi um
aldamótin 1900,“ bls. 34.
51 Sigríður Matthíasdóttir, „karlar og viðhorf þeirra til kvenréttinda á Íslandi um
aldamótin 1900“, bls. 36–40.
52 Vef. „Bríet Bjarnhéðinsdóttir“. konur og stjórnmál. Sótt 15. febrúar 2017:
http://www.konurogstjornmal.is/briet-bjarnhedinsdottir/
53 Gunnar karlsson, „Um kvenréttindavilja íslenskra sveitakarla á 19. öld“, bls. 127.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 91