Saga - 2017, Page 94
kosningasigri kvennalista sem bauð fram í bæjarstjórnarkosningum
í Reykjavík árið 1908. kvennalistinn fékk 22% atkvæða og alla fjóra
fulltrúa sína kjörna. Árið 1909 tóku sambærileg lög um kosningarétt
og kjörgengi kvenna í sveitarstjórnarkosningum gildi á landsvísu.
Árið 1911, sama ár og Háskóli Íslands var stofnaður, fengu íslenskar
konur svo fullan rétt til menntunar og embætta til jafns við karla.
Sigríður bendir á að á þessu stutta tímabili í Íslandssögunni sé eins
og allri andstöðu við kvenréttindi og helsta baráttumál kvenna,
kosningaréttinn, hafi verið blásið burt.54 Þessi víðtæki stuðningur
birtist alls staðar í samfélaginu eins og 12.000 undirskriftir kvenna
af landinu öllu til stuðnings kvenréttindum, sem Hið íslenska kven-
félag hafði veg og vanda af að safna árið 1907, vitna um.55
Sigríður bendir á að á árabilinu 1911–1913 megi hins vegar greina
nýja strauma í afstöðu karla til kvenréttinda en á þessu tímabili fór
kvenréttindabaráttan að fá á sig víðtæka gagnrýni. kven leikinn og
þátttaka kvenna á hinu opinbera sviði varð pólitískt þrætu epli í
þjóðmálaumræðunni.56 Svanur kristjánsson stjórnmála fræðingur
heldur því jafnvel fram að þótt konur hafi fengið takmarkaðan kosn-
ingarétt og kjörgengi árið 1915 hafi íslenskir valdakarlar á árunum
1911–1915 svikið „málstað kvenfrelsis og frjálslyndis“ en haldið á
lendur „feðraveldis og fámennisvalds, þar sem nær ekkert rými var
ætlað konum“.57 Hér verður þó ekki dvalið frekar við þau átök en
sjónum beint að því sem gerðist eftir að kosningarétturinn var í höfn.
Samtvinnun — (kven)kyn, aldur, og stéttarstaða
Ógjörningur er að ræða kosningarétt kvenna árið 1915 og takmark-
anir hans út frá kenningum um samtvinnun án þess að nefna það
sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir kallaði „hinn nafnfræga, íslenska stjórn-
viskulega búhnykk“, nefnilega það að takmarka kosningarétt allra
kvenna og þeirra vinnumanna sem einnig fengu kosningarétt 1915
við 40 ára aldur. Var þá miðað við fyrstu kosningar eftir gildistöku
þorgerður h. þorvaldsdóttir92
54 Sigríður Matthíasdóttir, „Uppnám og uppbrot“, bls. 65–77.
55 Vef: konur og stjórnmál. Undirskriftarlistar. Sótt 13. febrúar 2017: http://www.
konurogstjornmal.is/undiskriftarlistar-eftir-landshlutum/#
56 Sigríður Matthíasdóttir, „karlar og viðhorf þeirra til kvenréttinda á Íslandi um
aldamótin 1900“, bls. 53 og 61.
57 Svanur kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis: Frá kvenfrelsi og frjálslyndi til
feðraveldis“, bls. 90.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 92