Saga - 2017, Síða 95
laganna. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir að þetta
ákvæði eigi sér engin fordæmi á heimsvísu. Og hún spyr:
Hvaðan kom þingmönnum norður við Dumbshaf sú hugmynd að
njörva þingskosningarétt kvenna niður við 40 ára aldur — og það til-
tölulega skömmu eftir að þeir höfðu samþykkt kosningarétt kvenna í
sveitarstjórnum um allt land án viðlíkra skilyrða?58
Í umræðum á Alþingi árið 1911, um frumvarp til laga sem gerði ráð
fyrir jöfnum atkvæðisrétti karla og kvenna, kom í fyrsta skipti fram
tillaga um að takmarka skyldi kosningarétt kvenna við 40 ára aldur.
Höfundur tillögunnar var Jón Jónsson frá Múla en tillagan, sem bor-
in var fram sem breytingartillaga, var felld í neðri deild þingsins.
Stjórnarskrárfrumvarpið, sem samþykkt var á þingi 1911 með ákvæði
um jafnan kosningarétt karla og kvenna, náði ekki afgreiðslu á
aukaþingi 1912 og varð því aldrei að lögum.59 kosningamálið komst
næst á dagskrá þingsins árið 1913. Meirihluti nefndar í neðri deild
þingsins skilaði þá inn athugasemdum við frumvarpið þar sem lagt
var til „að hinir nýju kjósendur komi ekki allir í einu, held ur smátt
og smátt“. Þetta var rökstutt með því að varhugavert væri að „fjölga
svo mjög kjósendum alt í einu, að núverandi kjósendur sjeu sviftir
mest öllu valdi yfir landsins málum“. Frumvarp um 40 ára aldurs-
takmark kvenna til að hljóta kosningarétt var síðan sam þykkt í neðri
deild með 20 atkvæðum gegn fimm.60 Gert var ráð fyrir að aldurs-
takmarkið skyldi lækka um eitt ár á hverju ári í 15 ár eða þar til það
væri komið niður í 25 ár. Ákvæðinu var ætlað að ná yfir alla nýja
kjósendur. Auður Styrkársdóttir hefur þó bent á að í umræðum um
þessar takmarkanir var aðeins rætt um kyn en ekki stétt. Aldrei var
rætt um vinnumenn heldur einvörðungu konur þótt vinnumenn
hafi síðan fylgt með.61 Stéttarstaða var hins vegar aldrei á dagskrá í
umræðunni um kosningarétt kvenna. Í hinni opinberu orðræðu var
barist fyrir réttindum allra kvenna, óháð stétt og efnahag,62 þótt
raunin yrði síðan önnur.
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 93
58 Auður Styrkársdóttir, „kynlegur munur eða kynlægur?“, bls. 44. Þegar breskar
konur fengu kosningarétt árið 1918 var hann bundinn við 30 ár.
59 Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 42.
60 Alþingistíðindi 1913 A, d. 933. Einnig Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 42.
61 Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald, bls. 43.
62 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Men and the Suffrage“, Stjórnmál og stjórnsýsla
12:2 (2016), bls. 259–276, einkum bls. 269. Vef. http://www.irpa.is/article/
view/a.2016.12.2.4/pdf, sótt 20. mars 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 93