Saga - 2017, Síða 96
Eitt af því sem kenningar um samtvinnun leitast við að gera er
að afhjúpa valdatengsl og það hvernig valdið og valdastrúktúrar
reyna að viðhalda sjálfum sér. Í ljósi athugasemdar frá meirihluta
nefndar í neðri deild þingsins er athyglisvert að rifja upp ábendingu
Paula Rothenberg um að samtvinnun geti verið öflugt tæki til þess
að skoða hvernig völdum og forréttindum er viðhaldið.63 Í umræð -
um um kosningaréttinn og aldursákvæðið á Alþingi birtast íslenskir
valdakarlar sem draga enga dul á að tilgangur hins séríslenska ald-
ursákvæðis sé að viðhalda og standa vörð um eigin valdastöðu. En
það að flétta saman annars vegar kvenkyn og aldur og hins vegar
karlkyn og stéttarstöðu var sannarlega áhrifamikil leið til að þrengja
hóp þeirra nýju kjósenda sem fengu kosningarétt í fyrsta skipti í
tvennum kosningum sem fram fóru árið 1916.
Í alþingiskosningum 10. september 1914 voru þannig 13.400 ein-
staklingar á kjörskrá en það voru síðustu kosningarnar þar sem allir
kjósendur voru karlkyns.64 Í alþingiskosningum 21. október 1916
hafði heildarfjöldi kjósenda á kjörskrá rúmlega tvöfaldast og voru
28.529 manns á kjörskrá, 16.330 karlar og 12.199 konur. Með stjórn-
arskrárbreytingunni höfðu því tæplega 3000 nýir karlkjósendur
bæst við en konur, sem allar voru nýir kjósendur, voru 12.199.65 Við
þessa breytingu voru 82,4% karla á kosningaaldri því komnir með
kosningarétt, en sambærilegt hlutfall fyrir konur var aðeins 51,9%.66
Með stjórnarskrárbreytingu 24. mars 1934 var aldurstakmark allra
kjósenda svo lækkað niður í 21 ár og sveitarstyrksþegum veittur
kosningaréttur en við það hækkaði tala kjósenda um 11 þúsund.67
Til þess að persónugera ákvæðið um 40 ára aldurstakmark kvenna
má nefna að Elka Björnsdóttir, verkakona úr Reykjavík, var eitt
„fórnarlamba“ mismununarákvæðisins frá 1915. Elka var fædd árið
1881 og því var hún 35 ára þegar kosið var til Alþingis 1916. Í dag-
bók hennar kemur fram að hún tók virkan þátt í pólitísku starfi.
þorgerður h. þorvaldsdóttir94
63 Rothenberg, „Learning to See the Interrelatedness of Race, Class, and Gender
Discrimination and Privilege“, bls. 19–20.
64 „Alþingiskosningar 1908–1914“, Kosningaskýrslur. Fyrsta bindi 1874–1946 (Reykja -
vík: Hagstofa Íslands 1988), bls. 53.
65 „Alþingiskosningar árið 1916“, bls. 89.
66 Vef. Guðmundur Jónsson, „Hvenær varð kosningaréttur almennur á Íslandi?“,
Vísindavefurinn, 30. mars 2017. Sótt 31. mars 2017: http://visindavefur.is/svar.
php?id=73712.
67 „Alþingiskosningar árið 1934“, Kosninga skýrslur. Fyrsta bindi 1874–1946 (Reykja -
vík: Hagstofa Íslands 1988), bls. 343.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 94