Saga - 2017, Síða 97
Hún segir frá því að á Dagsbrúnarfundi hafi verið ákveðið að opna
skrifstofu fyrir alþingiskosningarnar, sem fram fóru 21. október, og
var hún strax beðin að hjálpa til. Þar starfaði hún svo flesta daga, frá
klukkan 5 til 8, en sjálf segist hún lítið hafa „gert enn nema skoðað
kjörskrána og skrifa utan á nokkur bréf.“68 Þegar nær dró kosning-
um jókst álagið og var hún farin að mæta tvisvar á dag, frá 11 til 1
og aftur frá 4 til 9:30, þannig að áhugann skorti ekki. Í dagbókum
sínum gagnrýnir hún þó hvergi þennan kynbundna mismun. Elka
var hins vegar mjög ósátt með kosningaþátttökuna, „aðeins 1980 af
þeim nál. 5000 sem vóru á kjörskrá kusu“. Að afstöðnum kosning -
um skrifaði Elka því: „Litlu munaði að við [Alþýðuflokkurinn]
kæm um okkar mönnum báðum að og ynnum glæstan sigur. Fyrir
sorglegan ódugnað og tómlæti varð það ekki.“69 Opinber gögn
staðfesta frásögn Elku af dræmri kosningaþátttöku. Í skýrslum
Hagstofunnar um alþingiskosningar 1916 kemur fram að „kosn-
ingahluttaka“, „þar sem atkvæðagreiðsla fór fram“, var 52,6% sem
var umtalsvert lægra en 1914 þegar hún var 70%. Og „það stafar
næstum eingöngu frá kvenfólkinu … en af kvenfólki greiddu
atkvæði að eins 3437 eða 30,2% … og er það ekki nærri hálf hluttaka
á við karlmenn.“70
Þegar kosið var til Alþingis 15. nóvember 1919 var aldurstak-
markið fyrir konur komið niður í 37 ár og komst þá Elka í fyrsta
sinn á kjörskrá. Þá voru dagbókarfærslur hennar hins vegar orðnar
stopular og minnist hún ekkert á þær kosningar, enda glímdi hún
þá við alvarlegan heilsubrest.71 Því er engin leið að vita hvort Elka
nýtti nokkurn tíma kosningaréttinn en hún lést 19. febrúar 1924.72
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 95
68 Dagbók Elku. Alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögnum Elku
Björnsdóttur verkakonu. Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon
tóku saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2012), bls. 155.
69 Dagbók Elku, bls. 156.
70 „Alþingiskosningar árið 1916“, bls. 92.
71 Dagbók Elku, bls. 264. Elka skrifar 24. okt. 1919. Næsta færsla, sem er á sömu
blaðsíðu, er frá 1. des. sama ár.
72 Sigurður Gylfi Magnússon, „Ávarp aldamótakonu. Skapandi hugsun í ís -
lensku samfélagi fyrir og eftir aldamótin 1900“, Dagbók Elku. Alþýðumenning í
þéttbýli á árunum 1915–1923 í frásögn Elku Björnsdóttur verkakonu. Hilma
Gunnars dóttir og Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan 2012), bls. 25–59.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 95