Saga - 2017, Page 99
tiltölulega fámennur hópur í Reykjavík en einungis 16–17 einstak-
lingar höfðu slíka skráningu í kjörskrá 1916. Þar af virðast aðeins
6–7 hafa verið að kjósa í fyrsta skipti.77 Til samanburðar voru 79
vinnukonur skráðar á kjörskrá Reykjavíkur og eðli málsins sam-
kvæmt voru þær allar 40 ára eða eldri og að kjósa í fyrsta sinn.78 Til
þess að útskýra fjarveru vinnumanna bendir Ragnar Logi á að vinnu -
mennska hafi fyrst og fremst tilheyrt sveitasamfélaginu en rann-
sóknarhópur hans var nýir kjósendur í Reykja vík. Auk þess var
almenna reglan sú að karlmenn stunduðu vinnumennsku á fyrri
hluta ævinnar, áður en þeir festu ráð sitt.79 Með ákvæði um 40 ára
kosningaaldur vinnumanna tókst því að öllum líkindum að halda
meginþorra stéttarinnar úti, þótt nánari rannsóknir skorti þar um.
Umtalsverður hluti nýrra karlkjósenda í Reykja vík árið 1916 voru því
gamlir karlmenn sem ekki höfðu náð að borga aukaútsvar og því að
öllum líkindum misst eða aldrei fengið kosningarétt í gamla kerf -
inu.80
Skýrslur um fátækraframfæri í Reykjavík
og kjörskrá fyrir alþingiskosningar
Eins og rætt var í inngangi eru lykilgögn þessarar rannsóknar annars
vegar kjörskrá Reykvíkinga fyrir alþingiskosningar 21. október 1916,
en þá var í fyrsta sinn kosið til Alþingis eftir að stjórnarskráin frá 19.
júní 1915 tók gildi, og hins vegar Skýrslur um fátækraframfæri í Reykja -
vík árin 1910–1925.81 Þar er árið 1916 í lykilhlutverki þótt önnur ár
séu höfð til hliðsjónar.
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 97
í sagnfræði. Hugvísindasvið Háskóla Íslands, 2016, bls. 42. Vef. http://skemman.
is/handle/1946/24096, sótt 20. mars 2017.
77 Ragnar Logi Búason, Alger bylting?, bls. 38.
78 Sama heimild.
79 Sama heimild, bls. 36–37.
80 Sama heimild, bls. 51.
81 Skýrslur um fátækraframfæri í Reykjavík 1910–1925 eru ellefu sjálfstæðar skýrslur
sem bundnar eru saman í eina bók. Þær ná yfir árin 1910–1912, 1916–1918 og
1921–1925. Bókin er án titilsíðu. Hér er því alla jafna vísað í hverja skýrslu fyrir
sig. Skýrslurnar skoðast sem útgefið efni og vísað er til þeirra í samræmi við
það. Stundum er þó rætt um þær í heild og þá undir ofangreindum titli, sem
skráður er á kjöl hinna innbundnu bóka. Skýrslurnar frá 1910–1918 eru án
útgáfustaðar og útgáfuárs, en frá og með 1921 koma slíkar upplýsingar fram
og er vísað til þeirra í samræmi við það. Tvö eintök af skýrslunum eru á
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 97