Saga - 2017, Side 100
Á tímabilinu 1907–1935 voru í gildi fátækralög þar sem kveðið
var á um að sveitarstyrk skyldi veita þeim sem ekki gátu séð sér og
sínum farborða vegna „fátæktar, vanheilsu eða atvinnuskorts“. Þá
var skýrt kveðið á um að sveitarstyrki skyldi endurgreiða82 og gerð -
ur var greinarmunur á „maklegum“ og „ómaklegum“ þurfamönn-
um, eins og nefnt var í upphafi. Árið 1927 var fátækralöggjöfinni
breytt á þann hátt að sveitarstjórnum var heimilt að gera sveitar-
styrki óafturkræfa. Það þýddi að styrkþegar fengu borgaraleg rétt-
indi sín aftur væru styrkirnir veittir af verðugum ástæðum svo sem
vegna „elli þiggjanda, ómegðar hans, veikinda hans eða þeirra sem
hann hefir á skylduframfæri.“83 Ómaklegir þurfamenn voru hins
vegar þeir sem urðu styrkþegar fyrir sakir óreglu, drykkjuskapar,
eyðslusemi eða út af meðgjöf með óskilgetnum börnum, en í þessari
rannsókn fellur sá hópur óbættur hjá garði.84
Í Skýrslum um fátækraframfæri í Reykjavík árin 1910–1925 var hald -
in nákvæm skrá um slíkar styrkveitingar og var sett upp einfalt
flokkunarkerfi þar sem sundurliðað var hvers vegna fólk hafði
þegið fátækrastyrk. Fyrstu tveir flokkarnir sem ávallt voru tilteknir
voru „vegna ellilasleika“ og „vegna veikinda“ en í síðari skýrslum
hafði „vegna veikinda og spítalakostnaðar“ verið bætt við. Rúmlega
helmingur styrkveitinga féll að jafnaði í þessa tvo flokka þótt hlut-
fallið væri breytilegt á milli ára. Árið 1916 var hlutfall slíkra styrkja
t.d. 50,9% en ári síðar námu styrkir vegna ellilasleika, veikinda og
spítalavistar 58,5% af heildarstyrkveitingum.85 Næsti flokkur, sem
talinn var upp, var „vegna ómegðar“ en samkvæmt Íslenskri orðabók
merkir ómegð „barnahópur á ómagaaldri“ en ómagaaldur var fram-
færslualdur.86 Næst voru svo taldir upp tveir flokkar sem greinilega
þorgerður h. þorvaldsdóttir98
Borgarskjalasafni Reykjavíkur og vann höfundur með þau, en eitt eintak er
varðveitt á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
82 Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1905, bls. 264 (l. nr. 44/1907 1. gr.). Sjá einnig Finnur
Jónasson „Umkomuleysi öreiganna.“ Mótun, framkvæmd og viðhorf til ís -
lenskr ar fátækralöggjafar frá 1907 til 1935. Ritgerð til MA-prófs í sagnfræði.
Hugvísindasvið Háskóla Íslands, 2015, bls. 25–26. Vef. http://skemman.is/
handle/1946/20992, sótt 20. mars 2017.
83 Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1927, bls. 127 (l. nr. 43/1927 43. gr.). Sjá einnig Finnur
Jónasson, „Umkomuleysi öreiganna“, bls. 29–30.
84 Finnur Jónasson, „Umkomuleysi öreiganna“, bls. 29 og 57.
85 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1917 ([án útgáfustaðar, án ártals]), bls. 16.
86 Íslensk orðabók. Fjórða útgáfa byggð á 3. prentun frá 2005 með allnokkrum
breytingum. Ritstj. Mörður Árnason (Reykjavík: Edda 2007), bls. 739.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 98