Saga - 2017, Side 101
vísa í hjúskaparstöðu kvenna, þ.e.a.s. „ekkjur með börn í ómegð“ og
„fráskildar konur með börn í ómegð“. Missir eiginmanns, hvort sem
var við skilnað eða dauða, ásamt veikindum eiginmanns var því
fátæktargildra sem oft neyddi konur til þess að þiggja sveitarstyrk
til að sjá sér og börnum sínum farborða. Með því glötuðu þær kosn-
ingaréttinum. Loks er flokkur sem sérstaklega vísar til stöðu karla
en það er „vegna óskilgetinna barna“. Að lokum voru svo einhverjir
sem ekki féllu undir ofangreindar skilgreiningar og því var boðið
upp á flokkinn „af öðrum ástæðum“.
Þegar kjörskrár og skýrslur um fátækraframfæri eru samlesnar
kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Í Skýrslum um fátækraframfæri í
Reykjavík 1910–1925 er styrkþegum raðað í stafrófsröð, næst kemur
heimilisfang, þá er stutt lýsing á ástandi einstaklingsins, sem skýrir
hvers vegna hann eða hún fékk styrk eða fátækraframfærslu, og loks
er styrkfjárhæðin gefin upp. Í kjörskrá er kjósendum einnig raðað
upp í stafrófsröð eftir eiginnafni eða ættarnafni, síðan kemur stétt og
heimili, þá aldur og loks er sérstakur dálkur fyrir athugasemdir.
kjörskrá Reykvíkinga fyrir alþingiskosningar 21. október 1916 hefur
þá sérstöðu að hún hefur verið vandlega yfirfarin og dálkur fyrir
athugsemdir fylltur út. Þar er t.d. merkt við þá sem hafa látist og þá
sem ekki finnast. Það sem ég staldraði við voru hins vegar ýmsar
merkingar sem gáfu til kynna að fólk hafði þegið sveitarstyrk og ætti
því ekki, samkvæmt laganna hljóðan, að vera á kjörskrá. Þannig
mátti finna allmörg tilfelli þar sem skrifað hefur verið með rauðum
eða venjulegum blýanti „á sveit“, „á S“, „sv“, „þurfal“, „þurfalingur“
eða „kona þurfalings“. Skrifaðar voru slíkar athugasemdir við 25–28
einstaklinga, þar af voru 16–17 konur og 9–11 karlar.87 Ekki tókst að
finna nöfn þeirra allra í Skýrslu um fátækraframfæri í Reykjavík árið
1916, en það ár voru þar samtals skráðir 258 styrk þegar sem sagðir
voru innansveitarmenn í Reykjavík.88 Í einhverj um tilfellum voru
nöfnin þó hin sömu en skráð heimilisfang misvísandi. Í köflunum
sem á eftir fylgja verður gluggað í skráningu nokkurra þeirra 25–28
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 99
87 BR. (Borgarskjalasafn Reykjavíkur). kjörskrá v. Alþingiskosninga 21. október
1916. Aðfnr. 1425. Óvissan hér liggur í þremur einstaklingum. Hjá tveimur,
karli og konu, var skrifað „á skrá“ og hjá einum karli var skrifað „sa“. Ekki er
alveg ljóst fyrir hvað þessar merkingar standa, en sennilega voru þessir ein-
staklingar þó einnig þurfalingar.
88 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1916 ([án útgáfustaðar, án ártals]), bls.
16.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 99