Saga - 2017, Qupperneq 102
einstaklinga sem villtust inn á kjörskrána 1916. Orðfærið, sem notað
var til að lýsa ástandi þeirra, sýnir vel hvernig þættir eins og kyn,
stéttarstaða, aldur, heilsuleysi eða fötlun, hjúskapar staða og ómegð
sköruðust og tvinnuðust saman í raunheimum.
Samtvinnun: Kyngervi, aldur, heilsufar og stétt
Með afnámi kyn- og stéttbundins aldursákvæðis, sem fylgdi breyt-
ingum á stjórnarskrá árið 1920, var stéttarstaða, eða fátækt, þó ekki
numin úr gildi sem hindrun er takmarkað gat kosningaréttinn. Fá -
tækt fólk af báðum kynjum sem skuldaði sveitarstyrk hafði þannig
hvorki kosningarétt né kjörgengi allt til ársins 1934 og ef einstakl-
ingur, karl eða kona, neyddist til þess að þiggja sveitarstyrk fyrir
þann tíma missti hann áunninn kosningarétt uns styrkurinn hafði
verið greiddur til baka eða felldur niður. Stéttarstaða var gjarnan
samtvinnuð breytum á borð við kyn, aldur, fötlun eða heilsuleysi,
hjúskaparstöðu og ómegð en allt voru þetta þættir sem gátu ýtt ein-
staklingum fram af brúninni og neytt þá til að leita á náðir bæjar-
félagsins um hjálp til að framfleyta sér og sínum. Í endurminn ing -
um sínum lýsir Margrét R. Halldórsdóttir, sem fædd var 1896, því
einmitt á áhrifamikinn hátt hvernig slíkt neyðarbrauð varð ekki
aðeins til þess, „að þeir, sem nutu hjálpar, misstu mannréttindi sín í
þjóðfélaginu, heldur kölluðu þeir yfir sig fordæmingu samferða -
manna sinna, eða meðaumkun.“89
Eitt af því sem stingur í augu, þegar kjörskráin frá 1916 og
skýrsl ur um fátækraframfæri eru samlesnar, er hvað aldur er afstætt
hugtak, einkanlega í ljósi þess að konur og vinnumenn voru ekki
talin hafa vitsmuni og þroska til þess að kjósa fyrr en þau voru orðin
40 ára. Í kjörskrám er aldur nákvæmlega skráður enda skar hann úr
um það hvort fólk ætti rétt á að kjósa. Á kjörskrá 1916 var t.d. Auð -
björg Jónsdóttir, 65 ára ekkja. Í dálk fyrir athugasemdir hefur hins
vegar verið bætt við með rauðum blýanti „á sveit“. Þegar flett er
upp í Skýrslu um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1916 er Auðbjörg
skráð þar „gömul og heilsulítil ekkja“.90 Hún er áfram skráð í skýrsl -
urnar til ársins 1925. Í síðustu færslunum 1924 og 1925 er hún skráð
þorgerður h. þorvaldsdóttir100
89 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, „Mörgum á förinni fóturinn sveið“. Margrét R.
Halldórsdóttir, Fimm konur (Reykjavík: Bókaútgáfan Setberg 1962), bls. 110.
90 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1916, bls. 3.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 100