Saga - 2017, Blaðsíða 104
vanþroska, ellisljóleika, eða geðsjúkdóms.“97 Afnám ákvæðis um að
fólk sem þegið hefði af sveit missti kosningarétt sinn hefur því að
öllum líkindum ekki dugað til þess að „geðveikir menn á kleppi“
fengju að kjósa.
Árið 1911, sem raunar er utan við þann tíma sem hér er til skoð -
unar, kom fram að fátækraframfærið var meira en árið á undan og
að aukningin stafaði aðallega af því „að fleiri hefðu fengið hjálp af
fátækrasjóði til að leita sér heilsubótar á heilsuhælinu á Vífils stöð -
um.“98 Árið 1921 voru sett ný lög um varnir gegn berklaveiki. Í
þeim fólst mikil réttarbót sem varðaði bæði líkamlega heilsu og
mann réttindi. Í 16. gr. laganna segir: „engan þann styrk, sem
berkla veikur sjúklingur nýtur af opinberu fé … má telja fá tækra -
styrk, enda sé hann ekki afturkræfur.“99 Í Skýrslu um fátækrafram -
færi í Reykjavík árið 1922 má þannig í fyrsta sinn finna lista yfir
fjárveit ingar úr bæjarsjóði Reykjavíkur til innansveitarmanna sam-
kvæmt lögum um varnir gegn berklaveiki. Á þeirri skrá voru 35
einstaklingar, en í lokin kemur fram að fjárveitingar á þessum lið
töldust ekki fátækrastyrkur100 og því féllu styrkþegar ekki út af
kjörskrá.
Samtvinnun — kyn, stétt og hjúskaparstaða
Missir kosningaréttar vegna sveitarstyrks var fjarri því að vera kyn-
hlutlaus aðgerð — þótt ákvæðið næði sannarlega yfir bæði konur og
karla. Við upphaf 20. aldar var kynbundinn launamunur viðvarandi
þjóðfélagsmein í samfélagi sem skilgreint var út frá hugmyndinni
um karlkyns fyrirvinnu. Það er, konur áttu að vera inni á heimilinu
og laun karlmanns að duga til framfærslu fjölskyldunnar.101 Þá nutu
ekkjur og fráskildar mæður ekki sérstaks stuðnings hins opinbera.
Þær urðu því að reiða sig á eigin vinnu og aðstoð fjölskyldu og vina
þegar að þrengdi. Eiginkonum verkamanna sem fórust af slysför -
um, á sjó eða landi, voru tryggðar dánarbætur með lögum um slysa-
þorgerður h. þorvaldsdóttir102
97 Lögræðislög nr. 71/1997, 4. gr.
98 Skýrsla um þurfamenn og fátækraframfæri árið 1911, bls. 9
99 Stjórnartíðindi 1921 A, bls. 147 (l. nr. 43/1921, 16. gr.).
100 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1922 (Reykjavík: Ísafoldarprent -
smiðja h.f. 1923), bls. 15–16.
101 Sigríður Th. Erlendsdóttir, Veröld sem ég vil, bls. 118.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 102