Saga - 2017, Blaðsíða 106
Það var því tilviljun sem réð því að nafn Ingveldar Hafliðadóttur
rak á fjörur mínar, en hún birtist hér sem fulltrúi þeirra kvenna sem
hvorki rötuðu inn á kjörskrá né í margnefndar skýrslur um fátækra-
framfæri. Brotabrot úr lífssögu hennar má hins vegar finna undir
flokknum Þurfamannaævir á Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Árið
1916 skrifaði hún bréf til fátækranefndar þar sem hún óskaði eftir
hærri styrkveitingu. Í áliti fátækrafulltrúa, frá 1916, á aðstæðum
Friðriks Sigmundssonar eiginmanns Ingveldar kemur fram að „kona
þurfalingsins“, Ingveldur Hafliðadóttir 48 ára, hefði fyrir tveimur
stúlkubörnum að sjá, ellefu og níu ára að aldri.106 Árið 1917 skrifaði
Ingveldur fátækranefnd á nýjan leik og lýsti aðstæðum sínum:
Enn þá einu sinni neyðist ég, til að leita á náðir hinnar háttvirtu fá -
tækrar nefndar …
Það er styrzt af að segja, að ég sé ekki hvernig ég á að draga fram
lífið í börnunum og mér í vetur eins og alt er orðið óbærilega dýrt, sem
maður þarf til að lifa af …
Ef hin háttv. fátækranefnd sér sér ekki einhverra hluta vegna fært
að verða við bæn minni, að láta mig fá þann styrk, sem bæði ég og
börnin geta lifað af, þá verð ég að neyðast til þess að skora á hana að
taka telpurnar mínar frá mér, því að mér mun reynast ofraun að horfa
upp á þær deyja úr hungri og kulda, og vona eg að enginn samvisku-
samur maður lái mér það.107
Nafn Ingveldar kemur þó hvergi fram í skýrslum um fátækrafram-
færi í Reykjavík á tímabilinu 1916 til 1925. Eiginmaður hennar er
hins vegar í skýrslunum frá 1916–1925 og er hann þar skráður sjúk-
lingur á Laugarnesspítala. Árið 1918 kemur fram að hann sé holds-
veikur. Þar segir: „Mánaðar- og húsaleigustyrkur, veittur konu styrk -
þega með 2 börnum í ómegð.“108 Ingveldur hélt áfram að skrifa
fátækranefndinni bréf á hverju ári, þar sem hún lýsir bágum kjörum
sínum og dætra sinna. Í kjörskrám sem skoðaðar voru frá 1916 til
1927 eru nöfn Ingveldar og Friðriks hvergi skráð enda þáðu bæði af
sveit. Nafn Ingveldar má hins vegar finna í kjörskrá til alþingiskosn-
inga 1. júlí 1932 – 30. júní 1933 enda þótt ákvæði um missi kosninga-
þorgerður h. þorvaldsdóttir104
106 BR. Skjalasafn fátækra- og framfærslufulltrúa. Þurfamannaævir. Aðfanganr.
2626. Fi.184. Bréf Gísla Þorbjörnssonar, fátækrastjóra, Reykjavík, dagsett 29/5
1916.
107 BR. Skjalasafn fátækra- og framfærslufulltrúa. Þurfamannaævir. Aðfanganr.
2626. Fi.184. Bréf Ingveldar Hafliðadóttir til Fátækranefndar Reykjavíkur,
Bjarnarborg, 31. okt. 1917.
108 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1918 ([án útgáfustaðar, án ártals]), bls. 7.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 104