Saga - 2017, Page 107
réttar vegna sveitarstyrks hafi þá enn verið í gildi.109 Það má skýra
með breytingum á fátækralögum frá 1927, þar sem sveitarstjórnum
var heimilað að gera sveitarstyrki óafturkræfa væru þeir veittir
vegna óviðráðanlegra orsaka.110
Eins og fram hefur komið stóðu ekkjur höllum fæti í íslensku
samfélagi við upphaf 20. aldar. Í kjörskrá til alþingis 21. október
1916 má sjá nafn Sigurlaugar Grímsdóttur; þar var hún skráð ekkja,
39 ára, og í athugasemdardálkinn hafði verið bætt við „þurfa -
lingur“. Í Skýrslu um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1916 kemur fram
að Sigurlaug bjó á Suðurpól með sex börn í ómegð.111 Staða Sigur -
laugar, og það hvers vegna hún rataði yfirleitt inn á kjörskrá, vakti
forvitni mína því auk þess að vera þurfalingur hafði hún ekki náð
40 ára aldurstakmarkinu sem skilyrti kosningarétt kvenna.112 Við
nánari eftirgrennslan kom í ljós að talsvert er til af gögnum um
Sigur laugu og börn hennar á Borgarskjalasafni og eru þau vistuð
undir málaflokknum Þurfamannaævir.113 Þar kemur fram að eigin-
maður Sigurlaugar, Tómas Tómasson trésmiður, drukknaði árið
1913 er hann vann við hafnarbygginguna í Reykjavík. Árið 1916
leitaði Sigurlaug í fyrsta skipti til fátækrastjórnar Reykjavíkur eftir
fjár styrk. Þá voru börnin sex öll til heimilis hjá henni: Ingibjörg
ellefu ára, María níu ára, Grímur átta ára, Sigríður sex ára, Jónína
Svafa fimm ára og Tómasína Sigurrós þriggja ára. Í skýrslu um
„þurfa linginn Sigurlaugu Grímsdóttur“, sem dagsett var 2. nóvem-
ber 1916, kemur fram að þá hafði hún góða heilsu en var styrkþurf-
andi „vegna efnaleysis og þess að hún getur ekki sinnt neinni
„því miður eruð þér ekki á kjörskrá“ … 105
109 BR. kjörskrá til Alþingiskosninga 1. júlí 1932 – 30. júní 1933. Aðfnr. 1147.
110 Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1927, bls. 127 (l. nr. 43/1927, 43. gr.). Á hand skrif -
uðu yfirliti fátækranefndar yfir þá styrki sem Ingveldur hefur hlotið hefur
verið stimplað „Styrkurinn óafturkræfur“ árin 1929 og 1931. BR. Skjalasafn
fátækra- og framfærslufulltrúa. Þurfamannaævir. Aðfanganr. 2626. Fi.184.
111 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1916, bls. 15
112 Í ljós kom að Sigurlaug var fædd 6. febrúar 1876 og því hefur hún verið orðin
fertug þegar kosningar fóru fram 21. október 1916. kjörskráin átti að liggja
fyrir 1. febrúar og hefur því verið skrifuð áður en Sigurlaug varð fertug og
þáði sveitarstyrk í fyrsta skipti.
113 Þorgeir Ragnarsson, starfsmaður á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, fann gögnin
um Sigurlaugu Grímsdóttur í flokknum Þurfamannaævir þrátt fyrir að tak-
markaðar upplýsingar lægju fyrir, og eru honum færðar bestu þakkir fyrir
alla aðstoðina. BR. Skjalasafn fátækra- og framfærslufulltrúa. Þurfa manna -
ævir. Aðfanganr. 2610, mál Fi. 395.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 105