Saga - 2017, Síða 108
atvinnu þar sem hún er bundin við heimilið vegna barnanna.“114 Í
framhaldinu fór þó verulega að harðna á dalnum og við tekur
magnþrungin harmsaga. Árið 1917 veikist hún af berklum og í
Skýrslu um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1921, sem er síðasta
skýrslan þar sem nafn Sigurlaugar er að finna, kemur fram að hún
hafi verið vistuð á Vífilsstöðum ásamt næstelstu dóttur sinni. Þar
lést Sigurlaug þann 16. nóvember 1921. Dóttir hennar lifði hins
vegar af en hún virðist aldrei hafa náð fullum bata.115
Að fá kosningarétt — og missa. Kyn,
hjúskaparstaða og stétt
Bent hefur verið á að í kjölfar kosningaréttar virðist konur á með -
vitaðan hátt leita uppi og skrifa um afrek kvenna í fortíð og samtíð
og á þann hátt ekki aðeins skrá sögu sína heldur byggja undir og
styrkja sjálfsvitund kvenna sem lögmætra sögulegra (og þar með
pólitískra) gerenda í samfélaginu.116 Þegar skrifað er um framlag
kvenna til sögu og samfélags til þess að styrkja ímyndina um konur
sem lögmæta gerendur eru sögur af fátækt og því skammar lega ferli
að þurfa að þiggja sveitarstyrk, og fórna þar með kosningaréttinum,
yfirleitt ekki skráðar á blað. Skömmin er of mikil. Slíkar frásagnir
eru þó til og hefur þrjár rekið á fjörur mínar þar sem beinlínis er sagt
frá því að konur hafi misst kosningaréttinn vegna þess að þær þáðu
sveitarstyrk.
Sú fyrsta kom fram í fyrirlestraröð RIkk „Margar myndir ömmu“
sem fram fór við Háskóla Íslands á vormisseri 2015. Þar lauk Irma
Erlingsdóttir, forstöðukona RIkk, fyrirlestri sínum á því að segja frá
langömmu sinni, Guðrúnu í Holti, sem varð ekkja í annað sinn er
eiginmaður hennar, kristján Sveinsson eða Stjáni blái, fórst í aftaka -
veðri árið 1921. Þá gekk Guðrún með sitt áttunda barn. Til er frá -
þorgerður h. þorvaldsdóttir106
114 BR. Skjalasafn fátækra- og framfærslufulltrúa. Þurfamannaævir. Aðfanganr.
2610, mál Fi. 395. Skýrsla um þurfalinginn Sigurlaugu Grímsdóttur, klappar -
stíg 14, dagsett 2/11 1916.
115 Skýrsla um fátækraframfæri í Reykjavík árið 1921 (Reykjavík: Ísafoldar prent -
smiðja h.f. 1922), bls. 16 og BR. Skjalasafn fátækra- og framfærslufulltrúa.
Þurfamannaævir. Aðfanganr. 2610, mál Fi. 395.
116 Erla Hulda Halldórsdóttir, „Merkiskonur. Tilraunir til þess að skrifa sögu
kvenna.“ Erindi flutt á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands, 11. mars 2016, sem
hluti af málstofunni Hálf-karlar eða fullgildir einstaklingar? Staða kvenna í kjölfar
kosningaréttar.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 106