Saga - 2017, Qupperneq 116
undirbúningsnefnd til að vinna að málinu og Gunnar Gunnarsson
skáld kosinn formaður en með honum í nefndinni voru Páll Her -
manns son alþingismaður, Þórarinn Þórarinsson skólastjóri (á Eið -
um), Björn Hallsson hreppstjóri á Rangá, Sveinn Jónsson bóndi á
Egils stöðum, Benedikt Guttormsson bankastjóri á Eskifirði og Sig -
rún P. Blöndal forstöðukona á Hallormsstað.2 Sigrún var, að ráði
Gunnars Gunnarssonar, gerð að formanni nefndarinnar. Auk þess
lagði Gunnar til að byggðasafnið yrði á Hallormsstað og var þeirri
hugmynd vel tekið.3
Varðveisla menningararfs, bæði staðbundin og á landsvísu, varð
á fyrri hluta 20. aldar þáttur í sköpun menningarlegrar sjálfsmyndar
á þeim svæðum þar sem þau risu. Sú sjálfsmynd bar keim af tíðar-
anda og gildismati, straumum og stefnum í ríkjandi hugmynda -
fræði á borð við þjóðernissinnaða menningarstefnu og upphafningu
hlutanna í þeim anda. Söfn á þeim tíma sem hér er horft til, þ.e. fyrri
hluta 20. aldar, voru því ekki stofnuð undir merkjum menningarlegs
eða sögulegs hlutleysis heldur réðst val á hlutverki þeirra og söfnun
opinskátt af huglægum ákvörðunum og gildismati. Söfn þjónuðu
því ekki aðeins söfnunarhlutverki söfnunarinnar vegna heldur
höfðu gildi sem varðveitendur tiltekinnar sjálfsmyndar og sögu -
skoð unar, sem í senn gat átt sér sögulegar rætur í nærsamfélaginu
og hafa mótast á þeim tíma sem safnið var stofnað en haft ákveðna
skírskotun til fortíðarinnar ef safninu var ætlað að vera minnisvarði
um liðna tíð.4 Við stofnun átti Minjasafn Austurlands að vera slíkt
safn, þ.e. minnisvarði um liðna tíð og vettvangur til að rækta sam-
bandið við átthagana undir merkjum virðingar fyrir heimahög -
unum og rækta um leið íslenskt þjóðerni enda var þetta tvennt grein
af sama meiði í hugum fólks á þessum tíma. Nánar tiltekið skyldu
þeir gripir sem safnað var til hins nýstofnaða byggðasafns Austur -
lands vera til vitnis um gamla bændasamfélagið á Austurlandi, sem
svo lengi hafði verið óbreytt í mörgu tilliti eða allt fram undir seinna
stríð, um fyrri atvinnuhætti og lifnaðarhætti fólks, verkfæri og áhöld,
híbýli og handverk, hugðarefni og listsköpun alþýðufólks.
Hvatinn að stofnun Minjasafns Austurlands voru viðbrögð við
örum þjóðfélagsbreytingum á árunum um og eftir seinna stríð og
unnur birna karlsdóttir114
2 Hjörleifur Guttormsson, „Safnamál á Austurlandi“, Múlaþing 8 (1975), bls. 8–9.
3 „Í Hallormsstaðaskógi“, Dagur 30. júlí 1942, bls. 1.
4 Susan A. Crane, „Introduction“, Museums and Memory. Ritstj. Susan A. Crane
(Stanford: Stanford University Press 2000), bls. 1–13.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 114