Saga - 2017, Blaðsíða 117
var hann þannig sambærilegur aðdragandanum að stofnun byggða -
safna almennt á þessum árum.5 Sigrún P. Blöndal lýsti, á fundi Sam -
bands austfirskra kvenna árið 1942, fyrirhugaðri stofnun byggða -
safns fyrir Austurland sem viðbrögðum við breyttu þjóðfélagi þar
sem hið gamla viki hratt fyrir hinu nýja. Um væri að ræða svo
örlagaríka niðurrifstíma að mjög mikil hætta væri á því að hlutföllin
yrðu öfug milli niðurrifs og uppbyggingar allskonar menningar-
verðmæta. Er greinilegt að eldri kynslóðin vildi halda í samband og
þekkingu kynslóðanna á lífsbaráttu forfeðranna. Eins og Sigrún
orðaði það þá vissu þeir það best sem starfandi væru við skóla ungu
kynslóðarinnar, „hve snauð hún væri af þeim menningarverðmæt-
um, sem fram til síðustu aldamóta hefðu verið lífsviðhald og arin-
eldur hinnar íslensku þjóðar. — Holskeflur nútímans hefðu skollið
með þeim kynngikrafti á hina uppvaxandi kynslóð, að í rauninni
væri ekki með sanngirni hægt að vænta þess, að hún fengi staðist
þær. — Hún þyrfti að njóta meiri og betri stuðnings til þess að slitna
ekki alt of mikið úr tengslum við fortíðina.“ Stofnun byggðasafns
væri tilraun til þess.6 Með öðrum orðum; allt í einu voru hlutirnir
farnir að breytast hratt miðað við það sem á undan var gengið. Það
þurfti að stofna safn um þá muni sem fyrir svo stuttu höfðu verið
fastur hluti tilverunnar en hlutverki þeirra var nú lokið og nýtt að
taka við. Svo margir hlutir tilheyrðu nú fortíðinni því notagildi
þeirra hvarf við tilkomu nýrra hluta, tækni og vélbúnaðar. En
strengur minninganna milli fortíðar og nútíðar mátti ekki slitna og
safn í héraði átti að varðveita þann streng óslitinn fyrir nútíð og
framtíð. Áðurnefnd undirbúningsnefnd sendi hugvekju þess efnis
til Austfirðinga í nóvember 1942 og hvatti til vitundarvakningar því
aðeins ef menn vöknuðu til umhugsunar um varðveislu menningar-
arfsins mætti forða frá glötun ýmsu því sem enn var til af gömlum
munum. Eða eins og segir í dreifibréfi undirbúningsnefndarinnar
um stofnun safnsins sem sent var út í nóvember 1942:
Íslenzk þjóð stendur nú á einum merkilegustu tímamótum sögu sinnar.
Á síðastliðnum fjórum til fimm árum hefur líf þjóðarinnar breytzt svo
óðfluga, að slíks munu eins dæmi í sögu nokkurrar þjóðar. Þessi fjöru -
gjöf skáldsins og húsnæðisvandi … 115
5 Um sögu byggðasafna, sjá: Byggðasöfn á Íslandi (Reykjavík: Rannsóknasetur í
safnafræðum við Háskóla Íslands 2015).
6 „Frjettir frá fjelögum“, (yfirlit yfir sögu Sambands austfirskra kvenna, flutt á 25
ára afmæli Sambandsins að Hallormsstað 16. ágúst 1952, af Guðrúnu Pálsdóttur,
Hallormsstað), Hlín. Ársrit íslenskra kvenna 36:1 (1954), bls. 114.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 115