Saga - 2017, Qupperneq 118
tíu ára þróun er sambærileg við fjögur hundruð ára þróun annarra
menningarþjóða Evrópu og hlýtur því, að ýmsu leyti, að hafa yfir sér
vermihúsasvip gervigróðursins og tilhneigingu að slíta þjóðina úr
sögulegum tengslum við fyrri kynslóðir.
Í sögu þjóðarinnar, reynslu hennar, baráttu og sigrum á liðnum öld-
um eru fólgin lífgrös hennar. Þaðan nærist heilbrigð þjóðerniskennd,
tryggð við átthaga, tungu og önnur þjóðleg verðmæti. Þessi tengsl
mega ekki slitna, ef þjóðin á ekki að missa fótanna. Ræktarsemi við
sögu þjóðarinnar, minningu hennar og minjar, er ræktarsemi við fram -
tíð hennar, sjálfstæði og frelsi. Aldrei hefur mönnum verið þetta ljósara
en einmitt nú, þegar brostinn er huliðshjálmur einangrunarinnar og
landið á augabragði komið í þjóðbraut stórvelda, gersamlega óvarið
fyrir hvers konar áhrifum. Fornir hættir, siðir og vinnubrögð eru að
falla í gleymsku og þeim fer óðum fækkandi, er tvenna muna tímana.
Aldrei hefur reynt meir á hin sögulegu tengsl og aldrei riðið meir á því,
að hver maður geri það, sem í hans valdi er, til að tryggja þau sem
bezt.7
Þessi hópur beindi í framhaldinu þeim tilmælum til Austfirðinga að
þeir legðu málinu lið með því að hyggja að og taka til handargagns
allt það á heimilum þeirra sem viðeigandi væri að kæmi á hið fyrir-
hugaða safn. Sérstaklega var fólk hvatt til að athuga vandlega með
muni sem ekki voru lengur í notkun og því hættara við að glötuðust
en það sem enn var í notkun. Látinn var fylgja listi til að auðveldara
væri að glöggva sig á hvaða hluti bæri að koma á safn. Listinn var
svohljóðandi:
1. Gömul verkfæri, t.d.: Amboð, ljái, pála, trérekur, klárur, taðkvíslar,
grasajárn, kvarnir og kvarnarsteina, hóra, hóbönd, lýsislampa, kolur,
kertaformur, trunka, þyrla, dúngrindur, hræla, svæfingarjárn, gömul
smíðaverkfæri, sporrekur, klofakerlingar, atgeirisstafi, ausur, sleifar,
spæni, klukkur, úr, stundaglös, penna, potta, þrúgur o.fl. o.fl.
2. Gömul ílát, t.d.: keröld, ámur, strokka, fötur, trog, byttur, aska, kláfa
o.fl.
3. Tóvinnuáhöld, t.d.: Rokka, snældur, snældustóla, lára, kamba, vef -
stóla, o.fl.
4. Gamlir hlutir úr málmi, t.d.: Hnappar, sylgjur, tuglur, nælur o.fl. o.fl.
5. Útskornir munir,t.d.: Baukar, dósir, krókarefskefli, þráðarleggir, nál-
hús, snældustólar, spænir, rúmfjalir o.fl.
6. Gömul reiðver, t.d.: Beizli, hnakka, söðla, reiðing, klifbera, ístöð o.fl.
unnur birna karlsdóttir116
7 Minjasafn Austurlands (MA), „Góður Íslendingur“. Dreifibréf vegna munasöfn-
unar Minjasafns Austurlands, dags. 17. nóv. 1942.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 116