Saga - 2017, Side 119
7. Gömul hljóðfæri, t.d.: Langspil, fiðlur, fiðluboga o.fl.
8. Gömul spil, töfl og þ.h.
9. Gamlan fatnað, vefnað, útsaum og tóvinnu hvers konar.
10. Gamlar myndir af liðnum og lifandi mönnum. Ennfremur gamlar
myndir af atvinnuháttum, sjósókn og sveitastörfum, gömlum mun-
um, húsum, flutningum o. fl. þ. h.
11. Gamlar dagbækur, bréf og þesskonar.8
Nefndin leitaði eftir stofnaðilum fyrir Minjasafn Austurlands og
fékk nokkra til liðs við sig. Stofnaðilar safnsins voru Búnaðar sam -
band Austurlands, Samband austfirskra kvenna og Ungmenna- og
íþróttasamband Austurlands og átti hver sína fulltrúa í stjórn safns-
ins. Fyrsta stjórn var skipuð þeim Gunnari Gunnarssyni, rithöfundi
á Skriðuklaustri, sem var formaður, Sigrúnu P. Blöndal gjaldkera og
Þóroddi Guðmundssyni, kennara á Eiðum, ritara. Minjasafn Austur -
lands var stofnað sem sjálfseignarstofnun í eigu áðurnefndra félaga-
sambanda og skyldu aðildarfélögin tryggja fjárhag safnsins, með
frjálsum framlögum af sinni hálfu eða annarra aðila sem vildu styðja
stofnunina, sbr. 7. grein stofnsamnings. Þetta sýnir að safnið hafði
hvorki trygga né fyrirsjáanlega árlega fjárveitingu þegar það var
stofnað. Hér reiddu menn sig greinilega á velvilja og metnað í garð
þessa framtaks í þágu varðveislu menningararfs í landshlutanum.
Engin ákvæði eru um starfsmann eða forstöðumann fyrir safnið í
stofnskrá þess sem samþykkt var á stofnfundinum 10. og 11. októ -
ber 1943. Þó er í stofnskránni ákvæði um að skrá skuli alla muni sem
safninu berast, merkja þá, lýsa þeim og gera sem ítarlegasta grein
fyrir sögu þeirra og uppruna. Einnig skal, skv. 3. grein, reisa „safn-
hús, er sé opið almenningi, til geymslu munanna, þegar fengið er
land fyrir safnið. (Þangað til það verður, geymist munirnir á örugg-
um stað). Ennfremur skal endurreisa gamla bæi og hús, er varanlegt
gildi hafa.“9 Hér er í raun lýst því sem flokka má undir hefðbundið
hlutverk byggðasafna. Reynsla allra safna sýnir að það þarf sér -
hæfða og þjálfaða starfskrafta og fjármagn til að starfsemi slíks safns
standi faglega séð undir nafni. Ekkert af þessu var fyrir hendi og því
má draga þá ályktun að söfnun muna, móttaka þeirra og skráning,
sem fól m.a. í sér upplýsingar um heiti þeirra og gerð, hlutverk,
uppruna og sögu, hafi þá verið hugsað sem sjálfboðastarf áhuga-
samra þegar Minjasafnið var stofnað á fimmta áratugnum.
gjöf skáldsins og húsnæðisvandi … 117
8 Sama heimild.
9 Hjörleifur Guttormsson, „Safnamál á Austurlandi“, bls. 8–9.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 117