Saga - 2017, Page 120
Safn á Hallormsstað
Reyndar átti fullt heiti safnsins upphaflega, samkvæmt skipulags-
skrá, að vera Minjasafn Austurlands á Hallormsstað enda átti safnið
að vera þar. Aðstandendur þess töldu þann stað bestan fyrir safnið
því þangað myndu flestir innan héraðs og utan hafa tækifæri til að
koma og njóta þess og auðveldast yrði að koma því við að hafa
umsjón og eftirlit með því á Hallormsstað. „Þá hefir það enn tengt
safnið og framtíð þess fastar við Hallormsstað, að skógrækt ríkisins
hefir af mikilli rausn ánafnað safninu skógarspildu, fagra og væna,
þar sem það má reisa gömul hús eftir getu og safnhús og enda girða
spilduna og rækta hana með gróðursetningu trjáa og runna eins og
fegurst og haganlegast þykir“, segir Gunnar Gunnarsson, skáld og
formaður stjórnar Minjasafnsins, í grein í Degi í árslok 1945. Þeim
munum sem byrjuðu að safnast að strax eftir stofnun safnsins var
komið fyrir í geymsluplássi sem Húsmæðraskólinn á Hallormsstað
lánaði safninu. En þar sem það þótti ekki tryggt með tilliti til bruna-
varna — en ekki var fáanleg önnur betri geymsla á Hallormsstað —
þá bauðst formaður stjórnar safnsins, Gunnar Gunnarsson skáld, til
að lána herbergi í húsi hans á Skriðuklaustri, safninu að kostnaðar-
lausu, „þangað til að fyrirhuguð viðbygging leyfði húsmæðraskól-
anum að ljá því stofu eða safnið sjálft gæti byggt yfir sig, sem er ósk
og von stjórnarinnar að megi verða áður en langt líður.“10 Þáði
stjórn safnsins þetta rausnarboð. Gunnar ítrekaði samhliða boði sínu
til safnsins að til að byggja hús yfir safnið þyrfti að sjálfsögðu fjár-
magn en það var ekki í augsýn þarna í árslok 1945, enda var safnið
á þessum árum rekið með frjálsum fjárframlögum frá örfáum
félaga samtökum og einstaka fyrirtækjum á Austurlandi. Um fjáröfl-
un í þágu safnhúsbyggingar sagði Gunnar Gunnarsson:
Ef almenningur á Austurlandi vildi leggja á sig þá engan veginn óbæri-
legu hugraun, að gera sér ljóst, hve mikla ánægju og gagn þeir sjálfir
og niðjar þeirra myndu hafa af góðu og vel settu minjasafni, væri vit-
anlega í lófa lagið að byggja gott hús yfir minjasafnið þegar á næsta ári.
Formaður lítur svo á, að það sé ekki með öllu skammlaust fyrir lands-
fjórðunginn, að það verði látið dragast von úr viti …11
unnur birna karlsdóttir118
10 Gunnar Gunnarsson, „Minjasafn Austurlands á Hallormsstað. Skýrsla for-
manns á aðalfundi 1. desember 1945“, Dagur 21. febr. 1946, bls. 3.
11 Sama heimild.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 118