Saga - 2017, Side 123
búnaði í gjafabréfinu olli því að öll önnur starfsemi á staðnum varð
hornreka. Ári eftir að Gunnar og Franzisca gáfu Skriðuklaustur birt-
ist stór fyrirsögn í Tímanum þess efnis að Tilraunastöð Austurlands
eigi að vera á Skriðuklaustri. Það er táknrænt fyrir það sem síðar
varð að undirfyrirsögn fylgir með smærra letri þar sem segir:
„Byggða safni Austurlands einnig ætlaður staður þar.“ Í framhaldinu
greinir frá því að jafnframt tilraunabúskapnum „á að ætla byggða -
safni Austurlands húsnæði að Skriðuklaustri og eru munir þeir, sem
þegar hefir verið aflað handa því, nú geymdir þar.“20 Umrædd til-
raunastöð hafði áður verið á Hafursá á Fljótsdalshéraði en var vorið
1949 flutt að Skriðuklaustri. „Þetta er gert með það fyrir augum, að
á Skriðuklaustri verði jafnhliða tilraunastarfseminni rekinn stórbú-
skapur og fyrirmyndar búskapur, enda er Skriðuklaustur mun betri
bújörð, ein af bestu jörðum landsins og vel fallin til sauðfjárræktar.
Jörðin er afar vel húsuð, og er íbúðarhúsið að sama skapi fallegt og
vandað“, var skrifað í Morgunblaðið um málið.21
En hvað var þá að frétta af Minjasafni Austurlands á Skriðu -
klaustri? Því er til að svara að staðan vorið 1949 var sú að mennta-
málaráðuneytið hafði ritað stjórn safnsins bréf, dagsett 18. júní 1949,
þar sem ráðuneytið gaf safninu kost á að fá húsnæði á Skriðu klaustri
og óskaði eftir að taka upp samninga við forráðamenn safnsins um
málið.22 Var í þessu efni nefndur möguleiki á að safnið fengi til
umráða fimm herbergi á aðalhæð hússins og rishæðina yfir þeim.
Engin hlunnindi áttu að fylgja þeirri afhendingu varðandi þátttöku
í rekstri, viðhaldi eða vörslu. Stjórn safnsins tók þessu til boði
mennta málaráðuneytisins og tilnefndi Halldór Ásgrímsson alþing-
ismann sem umboðsmann í samningum við ráðuneytið, fyrir hönd
safnsins, um einstök atriði málsins. Þetta hefur eflaust litið vel út
fyrir velunnara Minjasafnsins á þessum tíma og þeim þótt vænlega
horfa um vegsemd safnsins í þessu merkilega og fallega húsi. En
framvindan átti eftir að valda þeim miklum vonbrigðum því að
hagsmunir Minjasafnsins og áform um hlut þess í húsinu urðu
undir í huga stjórnvalda og um leið voru fyrirmæli gefenda Skriðu -
klausturs, um menningar- og listastarfsemi og aðstöðu fyrir byggða -
gjöf skáldsins og húsnæðisvandi … 121
20 „Tilraunastöð Austurlands verður að Skriðuklaustri“, Tíminn 9. sept. 1949,
bls. 1.
21 „Fjölbreytt tilraunastarfsemi og stórbúskapur fyrirhugaður á Skriðuklaustri“,
Morgunblaðið 5. maí 1950, bls. 11.
22 Ársskýrsla Minjasafns Austurlands 1995, bls. 10.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 121