Saga - 2017, Blaðsíða 124
safn Austurlands í húsi skáldsins, höfð að engu. Starfsemi tilrauna-
búsins virðist hreinlega hafa tekið Skriðuklaustur yfir, innan húss
sem utan.
Málið þróaðist þannig að samningar um aðstöðu fyrir Minja -
safnið í fleiri herbergjum en einu í Gunnarshúsi voru árið 1950
komnir í sjálfheldu og samkvæmt þeirri skýringu sem gefin var
virðast þeir hafa strandað á því að menntamálaráðuneytið gat ekki
látið safnið hafa stóru stofuna undir starfsemi þess, sem var þó með
í tilboði ráðuneytisins til safnsins dagsettu 18. júní 1949. Árið 1950
óskaði ráðuneytið eftir því við safnstjórn að umráðamenn tilrauna-
búsins á Skriðuklaustri og stjórn Minjasafnsins leituðu lausnar í
húsnæðismálunum og sendu tillögur sínar til ráðuneytisins. Ríkis -
valdið tók þannig ekki sjálft á málinu, enda hafði það ábyrgð gagn-
vart óskum gefanda hússins, heldur ætlaði það allsendis ólíkum
aðilum, minjasafni á vegum áhugamanna um menningarminjar á
Austurlandi og ríkisbatteríi á borð við tilraunabú þessa tíma, að
bítast um plássið í Gunnarshúsi.
Aðstandendur Minjasafnsins virðast hafa haldið í vonina og
trúað því að greiðast myndi úr málum fyrir Minjasafnið á Skriðu -
klaustri. Svo virðist sem sú von hafi fengið byr undir vængi eftir að
safnið fékk inni í Gunnarshúsi, menn hafi talið að þar væri komið
varanlegt húsnæði fyrir safnið og áhugi á að byggja yfir það á
Hallormsstað því dottið niður, ef marka má greinargerð Sambands
austfirskra kvenna í Hlín árið 1954. Hins vegar er þar líka minnt á
að „eru þó hvergi enn sem komið er endanlegir samningar um hús-
rúm þetta, en þess verður að vænta, að hvergi verði hikað frá hinu
upphaflega tilboði ríkisstjórnarinnar.“ Stjórn Minjasafnsins hafði,
segir áfram, „sætt sig við að hafa safnið til sýnis í mjög takmörkuðu
húsrúmi fram til ársins 1955.“ Safnið sé þar nú haft opið almenningi
gegn vægu gjaldi. Sambandið, sem var einn aðila að safninu, kvaðst
líta svo á að Minjasafnið væri komið í örugga höfn og áliti því að
Sambandið þyrfti ekki lengur að einbeita kröftum sínum út á við í
þágu safnsins, enda þótt það þyrfti nokkurn fjárstyrk áfram og
meðlimum Sambandsins væri ljóst að alltaf þyrfti að vaka „yfir því
að auðga minjasafnið og forða frá glötun gömlum, vönduðum mun-
um.“23
Árið 1954 er svo komið að stjórn safnsins virðist hafa verið búin
að gefa upp á bátinn möguleikann á að safnið gæti verið í sambýli
unnur birna karlsdóttir122
23 „Frjettir frá fjelögum“, bls. 117.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 122