Saga - 2017, Page 128
Í viðtali, sem birtist í Tímanum árið 1976, bendir Einar Sveinn
Magnússon á Valþjófsstað, sem lengi var formaður stjórnar Minja -
safns Austurlands, á bágborna stöðu safnsins því það búi við fátækt
og húsnæðisskort. Þegar blaðamaður bað hann að fræða sig um
Minjasafnið sagði Einar Sveinn:
Það er alltof fátt af því að segja. Safngripir eru eitthvað 4 til 500 talsins,
geymdir á Skriðuklaustri. Húsnæðið er ófullnægjandi, safnið svo til allt
í einu herbergi, en það kemst þar þó ekki allt. … Húsnæðismálin hafa
aðallega staðið safninu fyrir þrifum. Annars var það nú svo, að þegar
Gunnar skáld Gunnarsson gaf ríkinu Skriðuklaustur, þá áskildi hann
safninu rétt til allmikils húsnæðis, sem það svo aldrei hefur fengið til
afnota. Bústjórinn taldi sig ekki geta misst þetta pláss, og það varð að
mörgu leyti að samkomulagi að ríkið keypti safnið burt úr húsinu. …
Múlasýslur hafa styrkt það nokkuð að staðaldri, sömuleiðis Búnaðar -
samband Austurlands. Ríkið leggur því ekkert til.29
Safnið var þegar þarna var komið sögu, á áttunda áratugnum, bæði
í eigu félagasamtaka og sveitarfélaga í Suður-Múlasýslu en það
komst ekki alfarið í eigu sveitarfélaga, eins og nú er, fyrr en á tíunda
áratugnum. Þrátt fyrir hremmingar í rekstri Minjasafnsins og að -
stöðu leysi þess höfðu áfram safnast að því gripir til vörslu. Það má
velta því fyrir sér hversu afdrifaríkar, til lengri tíma, vanefndir á
vilyrðum um húspláss í Gunnarshúsi urðu fyrir Minjasafnið. Sú
spurning vaknar, þegar litið er til baka, hvort farsælast hefði verið
að gefa fyrr upp vonina um aðstöðu fyrir safnið í Gunnarshúsi og
miða að því að koma því undir þak á öðrum stað og leita eftir
stuðningi sveitarfélaga og ríkisvaldsins til þess, og þá fjárhagslegum
stuðningi frá ríkisvaldinu til að koma upp húsi yfir safnið. Enda var
það á ábyrgð ríkisvaldsins að svo fór sem fór gagnvart tilmælum í
gjafabréfi með Skriðuklaustri um hver kvöð fylgdi gjöfinni, þ.e. að
Gunnarshús skyldi að hluta hýsa muni og starfsemi Minjasafns
Austurlands. Aðkoma ríkisvalds í formi fjárveitingar til húsnæðis á
öðrum stað hefði hugsanlega verið fær í krafti laga frá 1947 um
byggðasöfn sem kváðu á um að framlag, sem næmi einum fjórða
kostnaðar, gæti fengist frá ríkinu til byggingar safnhúss og fylgdi þá
líka það skilyrði að safnið væri í eigu héraðs eða héraða í samein-
ingu. Það að safn væri í eigu héraðs eða héraða var jafnframt skil-
yrði, samkvæmt sömu lögum, til að það fengi styrk úr ríkissjóði sem
unnur birna karlsdóttir126
29 „Meðalaldur bændastéttarinnar of hár“, Tíminn 4. júlí 1962, bls. 8.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 126