Saga - 2017, Page 129
næmi árlega tveimur þriðju kostnaðar við viðhald þess og umsjón,
en eigendur skyldu greiða einn þriðja. Minjasafn Austurlands var
hins vegar ekki með slíkt eignarhald og þessi leið því ekki fær til
stuðnings í rekstri þess. Í kafla þjóðminjalaga um byggðasöfn frá
1969 var þetta ákvæði enn inni en framlag ríkisins til byggðasafna
sem vildu afla sér húsnæðis, annaðhvort með kaupum eða nýsmíði,
þá komið niður í einn þriðja á móti tveim þriðju framlags af hálfu
eigenda byggðasafns. Laun gæslumanns byggðasafns, miðuð við
starfsskyldu og starfstíma og samþykkt af þjóðminjaverði, skyldu
greiðast að hálfu úr ríkissjóði, sbr. 42. gr. kafla um byggðasöfn í
þjóðminjalögum frá 1969.30
Húsnæðisvandinn flyst frá Skriðuklaustri til Egilsstaða
Árið 1980 voru munir í eigu Minjasafns Austurlands orðnir hátt á
annað þúsund, flestir tengdir daglegu lífi og störfum fólks til sveita
á Austurlandi. Allir gripirnir voru í geymslu þar sem safnið hafði
ekkert sýningarhúsnæði til sinna nota. Hluti gripanna var inn-
pakkaður í einu herbergi á Skriðuklaustri auk þess sem safnið hafði
fengið að geyma muni á rislofti yfir hreppsskrifstofunum á Egils -
stöðum.31 Árin á undan hafði stjórn Minjasafnsins beitt sér áfram
fyrir því að fá húsnæði fyrir safnið og urðu lyktir þær að stjórnvöld
létu árið 1972 tilleiðast, í ljósi málalykta gagnvart Minjasafninu á
Skriðuklaustri, að samþykkja að ríkisvaldið legði til fjármagn til að
koma upp húsi yfir safnið á Egilsstöðum.32
Tæpur áratugur leið þó, eða til ársins 1987, áður en gerður var
samningur milli menntamála- og fjármálaráðuneytisins og safn -
anna, sem skyldu fá inni í hinu fyrirhugaða Safnahúsi á Egils stöð -
um, um fjárframlag frá ríkinu. Þessi samningur um aðkomu ríkis -
valdsins að fjármögnun byggingarinnar gilti aðeins um fyrsta áfanga
gjöf skáldsins og húsnæðisvandi … 127
30 Stjórnartíðindi 1947 A, (l. nr. 8/1947), bls. 7. — Stjórnartíðindi 1969 A (l. nr.
52/1969), bls. 274.
31 Gunnlaugur Haraldsson, „Minjasafn Austurlands“, Múlaþing 10 (1980), bls.
1−4.
32 Ársskýrsla Minjasafns Austurlands 1995, bls. 4−5. — MA, bréf frá Minjasafni
Austurlands, Héraðsnefnd Múlasýslna og Sambandi sveitarfélaga á Austur -
landi (SSA) til sveitarstjórna á starfssvæði Héraðsnefndar Múlasýslna, um
framtíð Minjasafns Austurlands, dags. 31. jan. 1994. — Samkomulag mennta-
málaráðherra, landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra um ráðstöfun á Skriðu -
klaustri o.fl. (afrit), dags. 12. okt. 1979.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 127