Saga - 2017, Page 130
hennar samkvæmt teikningu og skyldi verkið hafið á árinu 1987 og
því vera lokið eigi síðar en 1991.33 Svo virðist því sem í upphafi hafi
ekki verið mörkuð eindregin stefna um að ljúka umræddri bygg -
ingu heldur byggja húsið í áföngum. Hið svonefnda Safnahús á
Egils stöðum, sem hannað var á teiknistofu Stefáns Jónssonar arki-
tekts í Reykjavík, er samkvæmt teikningu hið myndarlegasta í útliti,
þrjár þriggja hæða burstir tengdar með tveggja hæða tengiálmum.
Húsið, allar þrjár burstirnar, skyldi hýsa Minjasafn Austurlands,
Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Bókasafn Héraðsbúa og var talið
vera nógu stórt fullklárað til að hýsa safnkost og starfsemi þessara
þriggja safna. Framkvæmdir hófust á seinni hluta níunda áratugar-
ins.34
Nú kann einhverjum að þykja sem hálfgerð óhappaörlög hvíli á
starfsemi Minjasafns Austurlands en til að gera langa sögu stutta þá
fór svo að enn hefur ekki tekist að reisa nema fyrsta áfanga Safna -
hússins, sem var tekinn í notkun árið 1995. Þar inn var þremur söfn-
um troðið með alla sína starfsemi og safnkost en þeim hafði verið
ætlað að deila með sér miklu stærra húsi, þ.e. sé miðað við húsið
fullbyggt. Það fyrirkomulag hefur enn ekki komist á. Safnahúsið er
enn óbyggt að tveim þriðju þegar þetta er skrifað, árið 2017.35 Hafa
þrengslin og aðstöðuleysið hamlað starfsemi þessara safna og komið
í veg fyrir að þau gætu þróast og eflst. Þetta hefur komið illa niður
á starfi og rekstri Minjasafns Austurlands enda rúmar fyrsti áfangi
alls ekki alla starfsemi þess og tveggja safna til viðbótar, eins og bent
hefur verið á í ótal skýrslum. Nokkurt viðhald og lagfæringar á hús-
inu allra síðustu ár gefa þó von um betri tíð í sögu Safna hússins.36
Einn algengasti vandi safna á Íslandi hafa verið húsnæðismál.
Þau hafa flest hver ekki átt þess kost að flytja í nýjar byggingar, sér-
unnur birna karlsdóttir128
33 MA, Samningur milli menntamála- og fjármálaráðuneytis annars vegar og
Egilsstaðahrepps, Minjasafns Austurlands, Héraðsskjalasafns Austfirðinga og
Bókasafns Héraðsbúa hins vegar um byggingu Safnahúss á Egilsstöðum, dags.
16. júlí 1987, og Samningur um byggingu 1. áfanga Safnahúss á Egils stöðum.
Viðauki við aðalsamning, dags. 16. júlí 1987.
34 Ársskýrsla Minjasafns Austurlands 1995, bls. 4–5.
35 Unnur Birna karlsdóttir, Safnahúsið. Greinargerð um viðhald Safnahússins á
Egilsstöðum 2013 (Egilsstaðir: Minjasafn Austurlands 2013).
36 Um húsnæðismál Minjasafns Austurlands í ársskýrslum safnsins 1995–2014,
sjá: Vef, http://www.minjasafn.is/index.php/opnunartimar/utgefidh-efni/
arsskyrslur.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 128