Saga - 2017, Blaðsíða 132
valdsins og Fljótsdalshéraðs. Mennta- og menningarmálaráðuneytið
og sveitarfélagið Fljótsdalshérað undirrituðu í október 2016 vilja -
yfirlýsingu um samstarf við undirbúning og fjármögnun byggingar
menningarhúss á Egilsstöðum sem m.a. felur í sér að við Safnahúsið
verði reist önnur burst samkvæmt teikningu, þ.e. að tveim þriðju
hlutum byggingarinnar verði lokið og verði þar aðstaða fyrir sýn -
ingarhald, menningarviðburði, starfsfólk og fræðimenn.37 Slíka
aðstöðu hefur vantað fyrir söfnin í húsinu. Þannig að nú er að sjá á
næstu misserum hvort saman fara orð og efndir. Í ljósi húsnæðis-
vandræða Minjasafnsins, allt frá stofnun safnsins árið 1943 til þessa
dags, er vonandi að í þetta sinn verði efndirnar ofan á.
Lokaorð
Hvað þýðir það fyrir hlutverk og starfsemi safns að hafa ekki
húsnæði yfir safnkostinn og starfsfólk? Augljósa svarið er auðvitað
að þá vantar lykilatriði, annars vegar geymslu fyrir sýningarmuni
og hins vegar stað til að miðla þekkingu um þá til almennings, þ.e.
sýningarrými. En það vantar fleira sem bitnar illa á öllum hliðum
safnastarfsins og skaðar hagsmuni eigenda, því þegar allt kemur til
alls er skortur á húsnæði yfir safn mjög dýr. Saga Minjasafns
Austurlands er dæmi um slíkt. Hefði það átt í einhver hús að venda
strax við stofnun má ætla að starfsemi þess hefði frá upphafi getað
þróast í samræmi við kröfu laga um byggðasöfn um að aðstaða
safns skuli vera með þeim hætti að unnt sé að safna safngripum um
forna tíð og nýrri með markvissum hætti, skrá þá gripi, miðla þekk-
ingu um þá og sögu þeirra með sýningarhaldi og varðveita safnkost
með tryggum hætti í safngeymslum. Ekkert af þessu gat Minjasafn
Austurlands gert í áratugi. Þó hafði það safnað allmörgum gripum
á upphafsárunum og fleiri bættust sífellt við vegna þrýstings frá
íbúum á svæðinu að safnið tæki við gömlum munum, sökum örra
breytinga á tímabilinu í atvinnuháttum og samfélagsgerð, án þess
að það gæti með nokkru móti uppfyllt framangreind skilyrði. Af -
leið ingin var sú að ekki aðeins voru gripirnir gersamlega óaðgengi-
legir og engan veginn í sýningarhæfu ástandi áratugum saman, þar
sem þeir voru geymdir í óviðunandi bráðabirgðageymslum, heldur
unnur birna karlsdóttir130
37 Vef, „Menningarhús á Fljótsdalshéraði“, 17. okt. 2016, Mennta- og menningar-
málaráðuneytið, Reykjavík, https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/
forsidugreinar/menningarhus-a-fljotsdalsheradi, 5. mars 2017.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 130