Saga - 2017, Side 135
torfhús lutu í lægra haldi fyrir annarri húsagerð upp úr aldamótum
1900. Til þess eru notuð staðbundin dæmi um byggð á nítjándu öld,
á meðan enn var byggt úr jarðefnum, um þær mundir sem notkun
nýrra aðfluttra efna í bland við torf og timbur var í sjónmáli.
Umræðan um torfbæinn markast mjög af þeim bæjarhúsum sem
varðveist hafa og við er haldið vítt og breitt um landið, en þau eru
vart dæmigerð fyrir húsakynni almennings fyrr á tímum. Hörður
Ágústsson tekur það beinlínis fram í bókinni Íslensk byggingararfleifð
I, að hann fjalli um húsakost yfirstéttarinnar, enda sé það í samræmi
við umfjöllun listfræðinga á alþjóðavísu. Þeim sem vilja bera brigð -
ur á slíka aðferð bendir hann á að „[g]agnrýnni þjóðfélagsfræði
[hafi] verið ruglað saman við listfræði“.2 Finna má ritaðar heimildir
sem gefa aðra mynd. Til eru úttektarbækur frá flestum landshlutum
þar sem bæjarhús eru tekin út við ábúendaskipti. Samanlagt eru
þær miklar að vöxtum og því umfangsmikið verk að rannsaka þær
allar. Þær heimildir hafa ekki mikið verið notaðar til rannsókna. Þó
má nefna að Orri Vésteinsson fornleifafræðingur hefur rannsakað
úttektarbók úr Hvolshreppi í Rangárvallasýslu frá árunum 1830–
19203 auk þess sem Már Jónsson birti nokkrar úttektir af bæjarhús -
um í Hvítársíðu í Borgarfirði í bókinni Hvítur jökull, snauðir menn.4
Hér er áformað að bæta við einni bók, Úttektarbók fyrir kjósarhrepp
1868−1916, og er hún ein torfa að auki í hafið verk.5
Færslur í úttektarbók eru þurr upptalning. Úttektarmaðurinn tjá-
ir ekki eigin skoðun á hinum útteknu húsakynnum, hann talar ekki
um vel eða illa unnið verk, hvað þá að hann leggi til nýjar hug-
myndir um endurbætur. Svo vel vill hinsvegar til að einn úttektar-
torfbær á tímamótum 133
Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir (Reykjavík: Félagsvísinda stofn un
Háskóla Íslands 2010), bls. 266‒273; Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Marta
Jóhannesdóttir, „Moldargreni og menningararfur. Útrýming og arfleifð torf-
húsa“, Menningararfur á Íslandi. Gagnrýni og greining. Ritstj. Ólafur Rastrick og
Valdimar Tr. Hafstein (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2015), bls. 193–218; Hjörleifur
Stefánsson, Af jörðu (Reykjavík: Crymogea 2013), bls. 32–36.
2 Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I. Ágrip af húsagerðarsögu 1750–1940
(Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins 1998), bls. 31.
3 Orri Vésteinsson, „Eldhús, baðstofa og búr. Húsakostur í Hvolhreppi 1830−
1920“, Árbók hins íslenzka fornleifafélags 99 (2008), bls. 199–218.
4 Már Jónsson, Hvítur jökull, snauðir menn. Eftirlátnar eigur alþýðu í efstu byggðum
Borgarfjarðar á öðrum fjórðungi 19. aldar (Reykholt: Snorrastofa 2014).
5 ÞÍ. (Þjóðskjalasafn Íslands). Sýslumaðurinn í Gullbringu- og kjósarsýslu. PD/3,
4. Úttektarbók fyrir kjósarhrepp 1868−1916.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 133