Saga - 2017, Page 136
manna — hreppstjóri í kjósarhreppi árin 1870–1921,6 nánast allan
tíma úttektarbókar — tjáði sig á öðrum vettvangi. Hann ritaði grein
í Ísafold í maí 1891 og eykur tilvist hennar gildi þess að velja kjósina
sem dæmi.7
Þegar skipt var um ábúendur, stundum á aðeins fárra ára fresti,
þörfnuðust bæjarhús yfirleitt endurbóta sem fráfarandi bændum eða
dánarbúi var gert að greiða eftir mati, svonefndu álagi. Úttektir voru
nógu tíðar til þess að allar kjósarjarðir, að undanteknum kirkju -
jörðinni Reynivöllum og ættaróðalinu Meðalfelli, koma þar við sögu
— sumar nokkrum sinnum — og gefur úttektarbókin því gott yfirlit
um húsakost kjósarbænda allt fram til 1902. Eftir það fækkar færsl -
um, þótt aðrar heimildir greini frá nýbyggingum á fyrsta áratugi tutt-
ugustu aldar, og er bókin þá ekki lengur marktæk til samanburðar
um gerð og almennt ástand húsa í hreppnum. Um miðjan fyrsta ára-
tuginn höfðu þegar verið byggð átta íbúðarhús úr timbri í kjós,8 eða
tæpur fimmtungur íbúðarhúsa í hreppnum, en af þeim timburhúsum
sem byggð voru fram til 1916 rötuðu aðeins tvö í úttektarbókina.
Allt til ársins 1903 er ekki getið annarra byggingarefna en jarð -
efna og timburs í úttektarbókinni. Hjörleifur Stefánsson gefur hug-
takinu torfhús töluverða vídd. Þar er átt við hús sem geta verið fjöl-
breytileg að gerð, allt frá því að vera byggð úr jarðefnum eingöngu
yfir í að einungis langveggir eru hlaðnir úr torfi og grjóti.9 Með
orðunum torfhús eða torfbær er í þessari ritgerð átt er við hús sem
byggt er einvörðungu úr jarðefnum og timbri, nema tekið sé fram
að önnur efni komi við sögu.
Viðfangsefnið má setja fram í eftirfarandi spurningum: Má
dýpka umræðuna og fá nánari skilning á því hvers vegna torfhús
lutu í lægra haldi með því að rannsaka úttektarbækur hreppa frá
nítjándu öld? Hvað má af þeim ráða um galla eða kosti torfhúsa?
Voru eiginleikar torfs sem byggingarefnis hvati til þess að bæta torf -
bæinn og viðhalda honum, eða má ætla að framvindan hafi fremur
snúist um efnahag og aðstæður?
gunnar sveinbjörn óskarsson134
6 Haraldur Pétursson, Kjósarmenn. Æviskrár (Reykjavík: Átthagafélag kjósverja
1961), bls. 130.
7 Þórður Guðmundsson, „Torfbæir og timburhús“, Ísafold 23. maí 1891, bls. 161–
162.
8 Halldór Jónsson, Ljósmyndir II. Endurminningar (Reykjavík: Átthagafélag kjós -
verja 1954), bls. 180.
9 Hjörleifur Stefánsson, Af jörðu, bls. 11.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 134