Saga - 2017, Blaðsíða 137
Úttektir
Í úttektarbækur er skráð stærð húsa, gerð, efnisval og ástand. Við
ábúendaskipti var það sem aflaga fór í tíð fráfarandi ábúanda í
viðhaldi húsa í eigu jarðeiganda metið til álags. Þar af má fá yfirsýn
yfir helstu galla torfbæjarins og viðhaldsþörf. Í úttektum í Hvol -
hreppi, Hvítársíðu og kjós eru jafnan talin þrjú íbúðarrými: bað -
stofa, búr og eldhús auk bæjardyra og ganga. Baðstofan var yfirleitt
stærst íbúðarrýma og mest í hana lagt og því mun athyglin einkum
beinast að henni. Af úti- og gripahúsum voru í Hvolhreppi tekin út
fjós og í Hvítársíðu og kjós voru iðulega nefndir tveir liðir að auki
sem metnir voru til álags, smiðja og heygarður, og stundum fleiri.
Dæmi eru hinsvegar um að leiguliðar hafi sjálfir átt mannvirki og að
þeir hafi fengið umbun fyrir þau, svo sem síðar verður rakið.
Orri Vésteinsson byggir grein sína á úttektum í Hvolhreppi
1831–1920, fátækum hreppi með háu hlutfalli leiguliða, þar sem
flestar jarðir koma við sögu enda ábúendaskipti tíð. Þar eru tiltækar
úttektarbækur allt frá 1815 fram undir miðja tuttugustu öld og telur
hann að þar af megi draga almennar ályktanir fyrir mikinn meiri-
hluta landsmanna.10 Orri fjallar um stærðir húsa og efnisnotkun en
hann greinir ekki frá ástandi mannvirkja og álagi, eins og það er
fært í úttektarbók, og því verður viðhaldsþörfin ekki metin í saman-
burði við úttektir í Hvítársíðu og kjós. Hann tekur saman meðal -
stærðir samanlagðra íbúðarrýma — baðstofu, búrs og eldhúss — og
ber þær saman við íbúaþróun. Meðalstærðir breyttust lítið allt tíma-
bilið og var meðalíbúðarflötur á hvern einstakling lítið eitt minni á
öðrum áratug tuttugustu aldar en hann var kringum 1830, næstum
öld fyrr. Svo er að sjá sem íbúaþróun, þjóðfélagsbreytingar og jafn -
vel náttúruhamfarir hafi sáralítil áhrif haft á stærð íbúðarhús næðis
í Hvolhreppi. Í því samhengi nefnir Orri Suðurlands skjálftann 1896.
Í kjölfar skjálftans þurfti að endurbyggja fjölda húsa í Hvolhreppi —
33 hús töldust gjörfallin og 67 mikið skemmd — og munu þau
víðast hafa verið byggð aftur í sömu stærð sem fyrr. Ekki voru
byggð timburhús í þeirra stað. Raunar nefnir Orri aðeins tvo bæi þar
sem byggð voru timburhús fyrir 1920 og þótt þau kunni að hafa
verið fleiri telur hann það varla hafa verið nema á stærstu jörðum,
sem þá að líkindum bendir til þess að ný húsagerð hafi ráðist af
efnahag.
torfbær á tímamótum 135
10 Orri Vésteinsson, „Eldhús, baðstofa og búr“, bls. 199–202.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 135