Saga - 2017, Blaðsíða 139
úttekt að allir viðir séu fúnir og vesturveggurinn klofinn, norður-
veggur eldhúss sé snaraður, þök á skemmu, smiðju og fjósi séu illa
farin eða ónýt og viðir í búri séu brotnir og mikið farnir að fyrnast.
Álag var samanlagt 34 ríkisdalir og 48 skildingar. Ábúandinn Jakob
Snorrason lést árið áður, 83 ára, og vera má að slæmt ástand bæjar-
húsa hafi ráðist af háum aldri hans. Lýsing af þessu tagi er þó al -
geng í úttektum og gefur til kynna að hvergi hafi mátt slaka á við -
haldi þar sem byggt var úr jarðefnum. Árið 1847 fór kristín Guð -
mundsdóttir ekkja Jakobs frá jörðinni og tók sonur hennar, Þor -
steinn Jakobsson, við ábúð. Í tíð kristínar hafði ástand húsa haldist
í svipuðu horfi, því samanlagt álag var nú litlu minna en sjö árum
fyrr, eða 34 ríkisdalir.13
Hallkelsstaðir voru teknir út 1840. Ábúandinn Vigdís Berg þórs -
dóttir, sem setið hafði jörðina í þrettán ár eftir lát eiginmanns síns,
lést í desember 1839. Hús voru talin í átta liðum og samanlagt álag
var ellefu ríkisdalir, eða aðeins þriðjungur þess sem það var á Húsa -
felli sama ár. Ástand mannvirkja var þannig mun betra á Hallkels -
stöðum, eins þótt haft sé í huga að mannvirki voru nálægt þriðjungi
stærri á Húsafelli. Samanburður milli bæja hefur þó ekki mikla
merkingu þar sem ekki er vitað hvenær seinast var unnið að við -
haldi á hvorum bæ.14
Í Fljótstungu voru bæjarhús tekin út eftir andlát ábúandans árið
1843. Þau voru talin í sjö liðum. Álag á baðstofu var átján ríkisdalir
en annað var smálegt. Á móti álagi komu skemma, hesthús og fjár-
hús sem ekki voru fyrir á jörðinni og var dánarbúinu umbunað fyrir
þau. Ekkja bóndans sat áfram á jörðinni til fardaga árið 1849 og voru
bæjarhús þá aftur tekin út. Þar voru ekkjunni taldir til tekna fáeinir
húshlutar, sem ekki voru í eigu landeiganda, og heimfluttur laus
viður. Álag var enn á baðstofu en tekið var fram að hún væri mjórri
en hún átti að vera og skyldi hún færð í rétt horf. Tæpast mátti þá
kenna viðhaldsþörf jarðefna alfarið um í þessu tilviki.15
Bæjarhús á Þorvaldastöðum voru tekin út árið 1843. Þar var flest
með hefðbundnum hætti utan heyhlaða, eina hlaðan sem nefnd er í
þessum úttektum í Hvítársíðu, en hún virðist hafa verið lítið mann-
virki. Á hlöðuna var ekki reiknað álag og hún var heldur ekki metin
sem framlag dánarbúsins og því óvíst hver hana átti. Álag á bæjar-
torfbær á tímamótum 137
13 Sama heimild, bls. 199 og 225.
14 Sama heimild, bls. 109.
15 Sama heimild, bls. 166–167 og 170–171.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 137