Saga - 2017, Side 140
hús var samtals tíu ríkisdalir og 48 skildingar en á móti voru lögð
fram húsakynni í eigu dánarbúsins sem metin voru á þrettán ríkis-
dali.16
Í kalmanstungu voru bæjarhús tekin út 1857. Þar voru bæjarhús
talin í tíu liðum og bar helst til tíðinda að á meðal þeirra var skáli
undir porti. Hann var sagður stæðilegur að viðum og veggjum og
„þiljur fyrir framan“. Lýsingin bendir til þess að um ásjálegt hús
hafi verið að ræða sem sneri stafni að hlaði. Baðstofa var sögð fimm
stafgólf, óvenjulöng, en breidd var ekki gefin upp. Ekkert álag var á
baðstofu og skála en samanlagt álag á öll húsakynni var átta ríkis-
dalir sem virðist ekki hafa verið óheyrilegt miðað við fremur vegleg
og fjölþætt húsakynni. Helmingur samanlagðrar álagsupphæðar var
lagður á fjósið, sem „er vel upp byggt en álíst heldur lítið“. Tveir
ríkisdalir voru lagðir á eldhúsið en norðurveggur þess var snaraður.
Dánarbúið fékk umbun, sem nam þremur ríkisdölum og 48 skild-
ingum, fyrir óumbeðnar endurbætur í baðstofu og hesthúsi.17
Stærðir rýma eru ekki skráðar nákvæmlega í úttektardæmum í
Hvítársíðu. Lengd baðstofu er að jafnaði gefin í stafgólfum. Á Þor -
valdsstöðum er hún þó gefin í álnum og á Húsafelli bæði í stafgólf-
um og álnum. Þannig má áætla lengdir baðstofa með nokkurri ná -
kvæmni og framreikna í metrum. Á Hallkelsstöðum, Sigmundar -
stöðum og Þorvaldsstöðum var baðstofan um fimm metra löng, í
Fljótstungu 6,7 metrar og í kalmanstungu 8,4 metrar. Breidd er
aðeins gefin í þremur tilvikum, í Fljótstungu, Húsafelli og Þorvalds -
stöðum, fjórar álnir eða um 2,5 metrar. Í Fljótstungu er hún þó sögð
hafa átt að vera fimm álnir eða um 3,1 metri. Tilefni úttekta í Hvítár -
síðu voru í öllum tilvikum uppgjör dánarbús og þær eru því tilvilj-
unarkenndar og of fáar til þess að unnt sé að reikna eftir þeim
meðalstærðir húsa í héraðinu, en dæmin gefa vísbendingu um að
húsakynni hafi verið mun stærri í Hvítársíðu en Hvolshreppi á öðr -
um fjórðungi nítjándu aldar. Almennt bera nefndar úttektir merki
þess að mannvirkin hafi þurft stöðugt viðhald, sem ábúendum tókst
ekki að halda í horfi. Athygli vekur að kalmanstunga skar sig úr.
Þar voru stærstu og veglegustu húsakynnin en álag lítið.
Á árunum 1868 til 1916 eru skráðar samtals 128 úttektir í út -
tektar bók kjósarhrepps. Hvergi voru tekin út bæjarhús árin 1871,
1888, 1889, 1907, 1909, 1912, 1913 og 1915 en að jafnaði voru úttektir
gunnar sveinbjörn óskarsson138
16 Sama heimild, bls. 132.
17 Sama heimild, bls. 185.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 138