Saga - 2017, Page 141
um 2,6 á ári. Úttektarbókin gefur gott yfirlit um húsakost kjósar -
bænda allt til 1902. Eftir það fækkar færslum þótt aðrar heimildir
greini frá nýbyggingum á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Um
miðjan fyrsta áratuginn höfðu þegar verið byggð átta íbúðarhús úr
timbri í kjós,18 eða tæpur fimmtungur íbúðarhúsa, en af þeim timb-
urhúsum sem byggð voru í hreppnum til ársins 1916 rötuðu aðeins
tvö í úttektarbókina. Af þessum ástæðum verða stærðir baðstofa
reiknaðar og bornar saman eins og þær eru skráðar í úttektarbók á
árunum 1868–1902 í samtals 115 úttektum.
Tafla 1 Stærð baðstofu
ár út- mesta meðal mesta meðal
tektir breidd breidd flatarmál flatarmál
m m m2 m2
1868−1872 17 3,5 2,8 23,6 14,8
1873−1877 10 3,3 2,7 19,7 12,5
1878−1882 19 3,6 2,8 23,4 15,8
1883−1887 26 3,8 2,8 28,4 14,7
1888−1892 14 3,6 3,0 24,9 16,8
1893−1897 15 3,6 3,0 27,2 18,9
1898−1902 14 3,6 3,0 27,2 16,7
Af töflunni má ráða að ekki hafi orðið miklar stærðarbreytingar á
rúmum aldarþriðjungi. Almennt má þó draga þá ályktun að bað -
stofan hafi stækkað um liðlega fjóra fermetra að meðaltali á síðustu
þremur áratugum nítjándu aldar. Sveiflu niður á við um tvo fer -
metra kringum aldamótin 1900 má skoða í ljósi þess að þeir sem
meiri efni höfðu hafi farið að hyggja að annarri húsagerð um þær
mundir. Sveiflur í meðalstærðum hafa þó takmarkaða merkingu þar
sem of tilviljunarkennt er hvar og hvenær bæjarhús voru tekin út,
auk þess sem afar misjafnt er hversu oft sömu bæjarhúsin komu við
sögu.
Stærðarfrávik — mesta breidd og mesta flatarmál baðstofu —
eru mun áhugaverðari en meðaltöl. Í kjósinni var ekki algengt að
baðstofur væru öllu breiðari en 3,1 metri að innanmáli. Breiðara
rými er eftirsóknarvert þar sem það gefur kost á breiðari rúm stæð -
um og meira svigrúmi til athafna á miðjunni, en jafnframt merkir
breiðara rými breiðara þak og efnismeira. Burðarálag og veðurálag
torfbær á tímamótum 139
18 Halldór Jónsson, Ljósmyndir II, bls. 180.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 139