Saga - 2017, Page 142
eykst sem því nemur og þar reynir á þanþol torfbæjarins. Hér hafa
menn rekið sig á mörk sem ekki var auðvelt að komast yfir, nema
með breyttum aðferðum og efnum. Af úttektarbókinni má ráða
hversu þröng þolmörkin hafi verið og réðust þau fremur snemma á
tímabilinu. Baðstofa í austurbæ Eyja var 3,3 metrar á breidd þegar
árið 1868, á vesturparti Möðruvalla 3,6 metrar árið 1881 og í Laxár -
nesi 3,8 metrar árið 1884 — breiðust og stærst (28,4 fermetrar) allra
baðstofa sem skráðar eru í úttektarbókina. Lengd torfhúss er minna
vandamál, en hvar sem reynslan kann að hafa sett húsbyggjendum
lengdarmörk þá var lengsta baðstofan í úttektarbók kjósar hrepps
um 7,8 metrar, mæld á Neðra-Hálsi árið 1882.19 Hún var þó um 80
sentimetrum styttri en baðstofan í kalmanstungu 1857.
Baðstofur í kjós voru að meðaltali breiðari en baðstofur í Hvol -
hreppi og sé litið til síðustu þriggja áratuga nítjándu aldar voru
baðstofur í kjósarhreppi um 80% stærri að flatarmáli en baðstofur í
Hvolhreppi að meðaltali.20
Hafi stærð torfhúsa verið háð efnahag kann þó fleira að hafa
ráðið för. Hvað segja úttektarbækur um eiginleika torfsins sem
bygg ingarefnis? Dæmi úr úttektarbók kjósarhrepps eru valin með
það í huga að samanlagt gefi þau yfirsýn yfir ástand og galla húsa-
kynna í kjós á seinni hluta nítjándu aldar. Valdar eru tíu úttektir af
115 á nefndu 35 ára tímabili til nánari skoðunar. Þær dreifast vel yfir
tímabilið og er sú elsta frá 1868 en sú yngsta frá 1895. Valin bæjarhús
eru misstór og sýna dæmin helstu frávik í stærðum, efnisvali og
ástandi mannvirkja. Nokkrir bæjanna koma fyrir í fleiri en einni
úttekt og má þannig fylgjast með því sem aflaga hafði farið milli
úttekta. Þegar litið er yfir allt sem aflaga fór má ráða hversu við -
halds frek eða forgengileg mannvirkin voru.21 Lengd og breidd er
gunnar sveinbjörn óskarsson140
19 ÞÍ. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og kjósarsýslu. PD/3, 4. Úttektarbók fyrir
kjósarhrepp 1868–1916, bls. 6, 52, 80 og 90.
20 Orri Vésteinsson, „Eldhús, baðstofa og búr“, bls. 206.
21 Beinar tilvitnanir eru ritaðar orðrétt og aðeins eru gerðar minniháttar breyt -
ingar á stafsetningu. Þar sem úttektarmenn rituðu breiðan sérhljóða á undan -
ng verður hér ritaður grannur sérhljóði og leiðrétt er svonefnd hljóðvilla. Þar
sem úttektarmenn rituðu orðin þel, hleð, veðir og belaður verða hér rituð orðin
þil, hlið, viðir og bilaður. Víða í heimildum eru skammstafanir, stytt ingar og
blöndur af tölum og orðum. Í stað þeirra eru hér rituð heil orð. Þannig er t.d.
ritað alin eða álnir í stað skammstöfunarinnar al. og hálflenda þar sem stendur
½-lenda í heimild. Með upptalningum og mælieiningum eru ýmisleg tákn sem
ekki hefur reynst unnt að taka upp óbreytt. Þá er lesið úr þeim og þau gerð
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 140