Saga - 2017, Síða 144
1. Baðstofa 10 álnir á lengd, breidd 4 álnir, með 5 sperrum, 10
hálfstöfum og skarsúð á 6 álnum og borð við borð á 4 áln-
um, þremur fjögurra rúðu gluggum. Gjörist álag 8 rdl
2. Búr 4½ alin á lengd, 3 álnir á breidd, með þili, hurð á járnum.
Gjörist ei álag.
3. Eldhús 3½ alin á lengd, 3 álnir á breidd. Gjörist álag 2 rdl
4. Göng frá baðstofu til bæjardyra 10 álnir á lengd, breidd
1½ alin. Gjörist álag 1 rdl
Göngunum fylgja tvær hurðir á járnum.
5. Smiðja með þili 4 álnir á lengd, 3 álnir á breidd. Gjörist ei
álag.
6. Fjós fyrir 8 kýr með einni hurð, lítið gallað. Álag 1 rdl
7. Heyagarður 27 faðmar, lítið gallaður. Álag 1 rdl
[Samtals] 13 rdl
8. kindahús yfir 9 ær. Stæðilegt.25
Baðstofan var um 6,3 metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd eða
tæpir 16 fermetrar. Af úttektarbókinni verður ekki ráðið hvort og þá
hvenær Guðni stækkaði baðstofuna, en í Eyjum voru heimilismenn
tólf samkvæmt manntali 1870 og má gera sér grein fyrir því hvernig
þeim var fyrir komið. Aldursskipting var þannig að fullorðnir voru
sjö, fjögur börn sjö ára og yngri og einn tólf ára léttadrengur.26 Í bað -
stofu sem aðeins var um 2,5 metrar að breidd, með rúmstæðum
með fram báðum langhliðum, var athafnasvæði í miðju rými aðeins
um 70 sentimetra breitt og sé gert ráð fyrir sex rúmum verður að
ætla að lítið rými hafi verið til athafna. Ef fækkað er um eitt rúm
(sýnt með strikalínu á uppdrætti) stækkar athafnarýmið hinsvegar
til muna, en þá verður að gera ráð fyrir að fjögur börn hafi deilt með
sér rúmi. Þakfletir baðstofunnar í Eyjum voru að 40 hundraðs hlut -
um klæddir borð við borð. Ef þannig klæddur þakhluti lekur er
hætt við að vatn renni niður um rifur milli borða.
Búr og smiðja eru sögð hafa verið með þili. Orðalagið tekur ekki
af allan vafa en að líkindum hafa þiljaðir gaflar snúið fram að bæjar -
hlaði. Löng göng frá bæjardyrum til baðstofu benda til þess að
baðstofa hafi verið aftan við önnur bæjarhús.
gunnar sveinbjörn óskarsson142
25 ÞÍ. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og kjósarsýslu. PD/3, 4. Úttektarbók fyrir
kjósarhrepp 1868–1916, bls. 4.
26 ÞÍ. Lestrarsalur. Manntal 1870. kjósar- og Dalasýsla.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 142