Saga - 2017, Page 148
Þórð ur tekinn við búi. Heimilismenn voru fimm fullorðnir en auð -
veldlega má koma fyrir allt að fjórum rúmum í baðstofu af skráðri
stærð og er þá enn nokkurt athafnarými eftir. En jafnvel þrjú rúm
hefðu dugað miðað við að tvö þeirra væru tvísetin.
Möðruvellir 2 (austurpartur)
Þórði Guðmundssyni hreppstjóra og Jóni Guðmundssyni, úttektar-
manni hreppsins, var falið að taka út hálflendu jarðarinnar Möðru -
valla, austurpartinn, 7. júní 1886. Guðmundur Gunnarsson, bóndi á
hinni hálflendunni, tók við partinum af Ásmundi kristjánssyni.
Undanskilin voru húsin á partinum en þau voru tekin út í þágu
landsdrottna:
Samkvæmt úttektargjörð af 4. júlí 1882 og annari af 5. júní 1883, eiga
partinum að fylgja þessi hús:
1. Baðstofa byggð á bekk, 9 álnir á lengd, 5 álnir á breidd, [með] 5
sperr um, 1 bindingi, 8 álnum undir súð, þilgafl í austur enda með
einum sexrúðu glugga, tveir tveggja rúðu gluggar á suðurhlið, 4
rúmstokkar, þiljur fyrir gafli og mið hliðum, fjalagólf á 5 álnum.
2. Göng frá baðstofu til útidyra, 12 álnir á lengd, 2 álnir á breidd,
byggð grindarlaus með 7 sperrum settum á veggi og langböndum á
þilgafl að framan, með hurð á járnum.
3. Búrhús 3¾ alin á lengd, 2½ alin á breidd, byggt með yfir- og undir-
grind, 3 sperrum, tilheyrandi bitum og stöfum, langböndum fyrir
árefti, hurð á járnum fyrir dyrum, ólæstri.
4. Eldhús innar af búrinu, 2½ alin á hvern veg, þilgafl í öðrum enda.
5. Fjós fyrir 6 naut, byggt einstætt, með mænisás á 7 heil stoðum og
jafnmörgum hálfstoðum, 20 röftum á hverri hlið og vegglægju á
annari hlið, hella á því öllu og hurð á járnum fyrir dyrum.
Húsum jarðarinnar svarar Ásmundur nú með hér að framan
greindri stærð og gjörist álag á þau þannig:
1. á baðstofu sem er biluð að viðum kr. 20,00
2. á göng kr. 4,00
3. eldhúsið með búrinu kr. 2,00
4. fjósið kr. 4,00
Álagið allt kr. 30,0031
Eftir fjögurra ára ábúð féll álag á alla liði (búr og eldhús eru talin í
einu lagi). Verst var ástand baðstofunnar, sem var biluð að viðum.
gunnar sveinbjörn óskarsson146
31 Sama heimild, bls. 134–136.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 146