Saga - 2017, Qupperneq 150
vesturpartinum voru heldur stærri en á austurpartinum. Vitnað er
til úttektar sem gerð var 1881:
1. Baðstofa 9 álnir á lengd og 5 álnir og 16 tommur í breidd, öll
undir súð, byggð með 6 sperrum og tilheyrandi bitum og
stöfum, standþili á norður gafli niður fyrir glugga með
tveimur gluggakörmum á þeim gafli, annar með tveimur
gluggum, þremur rúðum í hverjum, annar með þremur
gluggum, einnig hver með þremur rúðum, einum glugga á
vestur hlið uppá loftinu, fjögurra rúða. Einn gluggi á suður
gafli niðri með 6 rúðum. Baðstofunni fylgja 5 rúm stæðan
öll á lofti með bitunum, þiljað alt um kring á loftinu, hæð
undir bita, 2 álnir og 19 tommur. Portið hálf alin á hæð álíst
af úttektarmanni í góðu og fullgildu standi.
2. Göng frá baðstofu til útidyra, 7 álnir á lengd, 2 álnir 1½
kvartil á breidd, með standþili og hurð á járnum, byggð
með grind, fjórum sperrum, tilheyrandi bitum og stöfum og
sillum, óreft langbönd og skáldraftar. Sömuleiðis vel stæði -
legt.
3. Búr og eldahús til samans 9¾ alin á lengd, 3 álnir 3½ kvartil
á breidd, byggt með grind, 6 sperrum, tilheyrandi stöfum
og fjórum bitum. Búrið allt undir súð, eins eldhúsið sem er
hlaðin hér hliðin með árefti. Þil í milligerð millum búrs og
eldhúss, hurð í búrdyrum, en gluggalaust, annað gaflhlaðið
nokkuð bilað.
Gerist því álag kr. 4,00
4. Fjós fyrir 7 nautkindur, byggt tvístætt, einum hlöðubás,
með tveimur hliðarásum, 8 stoðum, 3¾ alin á lengd, allt
með skáldröftum, vel byggt og í alla staði stæðilegt.
5. Heyjagarður í þremur garðstæðum, ummál á utan 7 faðmar
á lengd 5½ faðmur á breidd, nýbyggður og í góðu standi.33
Árið 1881 höfðu húsakynni verið í góðu lagi og álag aðeins fjórar
krónur. Ofangreindur húsakostur var enn óbreyttur í júní 1890, en í
talsvert slakara viðhaldi, „bæjardyr bilaðar að viðum og veggjum …
búr og eldhús bilað einkum að veggjum“ og fjós einum bás færra
með leyfi landeigenda og „nokkuð bilað að viðum og veggjum“.
Heygarður þurfti einnig lagfæringar við. Álag var reiknað samtals
43 krónur. Fráfarandi ábúandi, Guðmundur Gunnarsson, hafði bætt
við húsakosti umfram þann sem hér er talinn og var hann metinn til
gunnar sveinbjörn óskarsson148
33 ÞÍ. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og kjósarsýslu. PD/3, 4. Úttektarbók fyrir
kjósarhrepp 1868–1916, bls. 52–54.
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 148