Saga - 2017, Page 152
Laxárnesi að Neðri-Hálsi. Um hálfu öðru ári síðar, 10. febrúar árið
1884, voru húsakynni í Laxárnesi tekin út:
1. Baðstofa 12 álna löng, 6 álna breið (bitinn), hún er byggð á bekk með
yfir- og undirgrind, 7 sperrum og tilheyrandi stöfum (1¾ alin á hæð)
með fótstykkjum allt um kring og undirstokkum undir gólfi sem er
í henni allri og þiljuð allt í kring, allt undir súð einum binding og
skilrúmi. Þilgafl þrefaldur á suðurenda með einum gluggakarmi,
sem eru í þrír þriggja rúðu glugg ar og tveir póstar á milli, í norður-
enda torfgafl með einum gluggakarmi, sem í eru tveir gluggar, hvor
með sex rúðum og milli þeirra póstar. Gangur úr baðstofu fram í
bæjardyr er allur þiljaður, með gólfi í og tveimur hurðum á járnum
og önnur er skrálæst.
2. Bæjardyr 8 álnir á lengd, 4¾ alin á breidd, byggð með yfir- og undir -
grind 5 sperrum og tilheyrandi stöfum og bitum, stafirnir 3 álnir á
hæð. Lopt er yfir 6 álnum, að framan er þil fyrir þeim og afþiljað hús
að vesturenda 6 álnir á lengd og 2¾ alin á breidd, með skrálæstri hurð
fyrir. Fyrir bæjardyrum er hurð á járnum með klinku og loku. Lítill
gluggi er yfir hurðinni og annar fyrir húsinu og einn uppá loftinu.
3. Eldhús innar af bæjardyrunum í sömu tóftinni, 4 álnir á lengd en
sama breidd með yfir- og undir grind þrem sperrum tilheyrandi
stöfum og tveimur bitum. Stafirnir eru tveggja álna háir þar gólf inu
er hleypt upp um eina alin. Skilrúm er milli húsanna og bindingur
múraður uppúr, úr hraungrjóti. Á báðum húsunum er súð úr góðum
borðviði og yfir það heila eru þau velbyggð og vönduð.
4. Búr er 6½ alin á lengd og 3¼ alin á breidd. Það er byggt með yfir- og
undirgrind fjórum sperrum tilheyrandi stöfum og bitum, stafirnir 3
álnir, á því er ekki súð heldur árefti, timburþil ofan að bita á suður-
gafli og á því einn gluggi, í dyrum þess sem eru fram í bæjardyr er
dyraumbúningur með skrálæstri hurð. Viðir í þessu húsi eru gamlir
og ein sperra biluð.
5. Skemmuhús 7½ alin á lengd, 4 álnir á breidd, byggt með yfir- og
undirgrind, 5 sperrum tilheyrandi stöfum og bitum, stafirnir 2½ alin,
með timburþili að framan og skrálæstri hurð, og tveggja rúðu gluggi
á þilinu, öll undir súð.
6. Smiðjuhús 4 álnir á lengd, 4 álnir á breidd með yfir og undirgrind,
með þremur sperrum tilheyrandi stöfum og bitum, hálfþili að fram -
an og hurð á járnum ólæstri, gluggi á þili [með] tveimur rúðum.
Árepti er á húsinu.
7. Fjós fyrir 6 kýr byggt tvístætt með tveimur hliðarbásum, 6 stæðum
5 álna háum, upprept þannig að skáldraptar eru 6 hvoru megin,
settir af vegglægjum á hliðarása og á þá kantsett borð. Fyrir fjósinu
gunnar sveinbjörn óskarsson150
Saga vor 2017.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 18.5.2017 11:01 Page 150